Hámark siðferðis Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 19. febrúar 2010 06:00 Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um siðferði og viðskipti. Það er ekki brýnasta verkefni íslenskra bankastjóra að hámarka arðsemi til skamms tíma. Miklu mikilvægara er að hámarka siðferði til langs tíma. Þetta blasir við þegar sértæk skuldaaðlögun fyrirtækja stendur yfir. Þar verður ekki unað við þá þversögn að fulltrúar helstu gjaldþrota íslensks viðskiptalífs njóti forkaupsréttar á glötuðum eignum sínum. Og hvað segir það aukinheldur um hrunalærdóminn að þeir einir geta boðið best sem tapað hafa mestu? Nú er það ekki svo að stjórnmálamenn eigi að ákveða hvaða einstaklingar mega reka fyrirtæki. Aftur á móti er pólitísk stefnumótun í þessum efnum afar mikilvæg - og sömuleiðis eftirfylgni þingheims. Skortur á hvorutveggju er samfélaginu háskalegur eins og nöturleg dæmin sanna. Illskiljanlegt er að nýir bankastjórnendur hampi þeim helst sem verst hafa leikið íslenskt viðskiptalíf á síðustu árum. Öllu verra er að þeir njóti afskrifta og ívilnana umfram almenning. Það er eðlileg krafa að athafnamenn, sem hafa réttarstöðu grunaðra í bankahruninu, fái ekki óhindraðan aðgang að fyrri eignum sínum. Í reynd ber að taka fyrir það. Fyrir því hlýtur að vera meirihluti á Alþingi. Engin ástæða er til að gefa afslátt af íslensku réttarkerfi við siðvæðingu viðskiptalífsins. Sakleysi gildir uns sekt er sönnuð. Því má vel vera að flestir þeir kaupahéðnar sem fremstir fóru í krosseignakapphlaupinu - og ekki hafa fengið réttarstöðu grunaðra - megi sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að skiptum gæðanna, en þeir eiga ekki að njóta forkaupsréttar. Hámörkun fjár má ekki vera á kostnað hámörkun siðferðis. Og svo er hitt: Almenn og opin útboð hljóta hér að vera meginreglan. Hitt er fullreynt í þröngu, myrkvuðu og líkast til mygluðu handvali. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um siðferði og viðskipti. Það er ekki brýnasta verkefni íslenskra bankastjóra að hámarka arðsemi til skamms tíma. Miklu mikilvægara er að hámarka siðferði til langs tíma. Þetta blasir við þegar sértæk skuldaaðlögun fyrirtækja stendur yfir. Þar verður ekki unað við þá þversögn að fulltrúar helstu gjaldþrota íslensks viðskiptalífs njóti forkaupsréttar á glötuðum eignum sínum. Og hvað segir það aukinheldur um hrunalærdóminn að þeir einir geta boðið best sem tapað hafa mestu? Nú er það ekki svo að stjórnmálamenn eigi að ákveða hvaða einstaklingar mega reka fyrirtæki. Aftur á móti er pólitísk stefnumótun í þessum efnum afar mikilvæg - og sömuleiðis eftirfylgni þingheims. Skortur á hvorutveggju er samfélaginu háskalegur eins og nöturleg dæmin sanna. Illskiljanlegt er að nýir bankastjórnendur hampi þeim helst sem verst hafa leikið íslenskt viðskiptalíf á síðustu árum. Öllu verra er að þeir njóti afskrifta og ívilnana umfram almenning. Það er eðlileg krafa að athafnamenn, sem hafa réttarstöðu grunaðra í bankahruninu, fái ekki óhindraðan aðgang að fyrri eignum sínum. Í reynd ber að taka fyrir það. Fyrir því hlýtur að vera meirihluti á Alþingi. Engin ástæða er til að gefa afslátt af íslensku réttarkerfi við siðvæðingu viðskiptalífsins. Sakleysi gildir uns sekt er sönnuð. Því má vel vera að flestir þeir kaupahéðnar sem fremstir fóru í krosseignakapphlaupinu - og ekki hafa fengið réttarstöðu grunaðra - megi sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að skiptum gæðanna, en þeir eiga ekki að njóta forkaupsréttar. Hámörkun fjár má ekki vera á kostnað hámörkun siðferðis. Og svo er hitt: Almenn og opin útboð hljóta hér að vera meginreglan. Hitt er fullreynt í þröngu, myrkvuðu og líkast til mygluðu handvali. Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun