Hamilton: Á enn möguleika á titlinum 18. október 2010 13:45 Lewis Hamilton verður einbeittur í lokamótunum með McLaren, en hann á enn möguleika á meistaratitlinum. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Þetta er að verða erfiðara. Ég geri mér grein fyrir því, en við svona aðstæður þá minnist ég ársins 2007 og við sjáum hvað gerðist í síðustu 2-3 mótunum þá. Ég held að Kimi (Raikkönen) hafi verið 17 stigum á eftir þegar tvö mót voru eftir, en hann varð samt meistari. Ég hef lært oftar en einu sinni að titilinn er ekki kominn í hús fyrr en á síðustu stundu. Ég hef því ekki gefist upp", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton gekk heldur illa í síðustu keppni sem var í Japan. Hann fór útaf á fyrstu föstudagsæfingunni og skemmdi bíllinn og tapaði dýrmætum æfingatíma. Svo fékk hann fimm sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Í keppninni bilaði svo þriðji gírinn og hann lauk keppni í fimmta sæti. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir næsta mót, en fær ekki refsingu fyrir það eins og í síðustu keppni. Þrátt fyrir ólán í mótum upp á síðkastið, þá heldur Hamilton í möguleika sína á titlinum. "Það er jákvætt að ég komst í endamark, náði í stig og hélt lífi í möguleikanum. Við höfum séð hvað titilslagurinn snýst mikið um þolgæði og hvert stig skiptir máli." "Ég vill sigra á ný og ég fer til Kóreu með þá trú að það geti gerst. Og hver veit, ef það gerist og keppinautarnir nái ekki stigum, þá eykst möguleiki minn á ný", sagði Hamilton. Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Þetta er að verða erfiðara. Ég geri mér grein fyrir því, en við svona aðstæður þá minnist ég ársins 2007 og við sjáum hvað gerðist í síðustu 2-3 mótunum þá. Ég held að Kimi (Raikkönen) hafi verið 17 stigum á eftir þegar tvö mót voru eftir, en hann varð samt meistari. Ég hef lært oftar en einu sinni að titilinn er ekki kominn í hús fyrr en á síðustu stundu. Ég hef því ekki gefist upp", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton gekk heldur illa í síðustu keppni sem var í Japan. Hann fór útaf á fyrstu föstudagsæfingunni og skemmdi bíllinn og tapaði dýrmætum æfingatíma. Svo fékk hann fimm sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Í keppninni bilaði svo þriðji gírinn og hann lauk keppni í fimmta sæti. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir næsta mót, en fær ekki refsingu fyrir það eins og í síðustu keppni. Þrátt fyrir ólán í mótum upp á síðkastið, þá heldur Hamilton í möguleika sína á titlinum. "Það er jákvætt að ég komst í endamark, náði í stig og hélt lífi í möguleikanum. Við höfum séð hvað titilslagurinn snýst mikið um þolgæði og hvert stig skiptir máli." "Ég vill sigra á ný og ég fer til Kóreu með þá trú að það geti gerst. Og hver veit, ef það gerist og keppinautarnir nái ekki stigum, þá eykst möguleiki minn á ný", sagði Hamilton.
Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira