Renault kynnti Kubica og Petrov 31. janúar 2010 16:39 Nýir liðsmenn Renault. Robert Kubica og Vitaly Petrov. Renault Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt ökutæki sitt í Valencia í dag og kynnti til sögunnar tvo nýja ökumenn. Pólverjann Robert Kubica og Rússann Vitaly Petrov. Petrov er fyrsti Rússinn sem keppir í Fornúlu 1. "Upphaf keppnistímabils er alltaf þrungið eftirvæntingu og þetta á sérstakelga við um 2010 tímabilið", sagði Eric Boullier sem er nýr framkvæmdarstjóri Renault liðsins. "Við erum með nýtt skipulag hjá liðinu, nýja ökumenn og í nýjum litum. Það er margt sem er vert að vera spenntur yfir og tilhlökkun fyrir nýja tímabilinu." "Það er aldrei auðvelt að setja sér markmið, en það er metnaður í gangi og við viljum komast í fremstu röð. Það mun ekki gerast á einni nóttu og við tökum eitt skref í einu." "Nýji R30 bíllinn ætti að verða samkeppnisfær, sterkur og áreiðanlegur og við hönnuðum hann á framsækinn hátt. Við höfum ekki gleymt hvernig á að vinna í Formúlu 1", sagði Bouillierl. Petrov er spenntur fyrir tækifærinu sem hann fær með Renault. "Ég hlakka mjög til að keyra á götubrautum og í blautum. Ég byrjaði ferill minn í rallakstri og ísakstri og kann því vel við mig á hálu undirlagi. Ég vann mitt fyrsta GP2 mót í Valencia, þegar ég hóf keppni á þurrdekkjum á rakri brautinni. Ég á þó eftir að sjá hvernig Formúlu 1 bíll virkar í bleytu", sagði Petrov. Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Renault Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt ökutæki sitt í Valencia í dag og kynnti til sögunnar tvo nýja ökumenn. Pólverjann Robert Kubica og Rússann Vitaly Petrov. Petrov er fyrsti Rússinn sem keppir í Fornúlu 1. "Upphaf keppnistímabils er alltaf þrungið eftirvæntingu og þetta á sérstakelga við um 2010 tímabilið", sagði Eric Boullier sem er nýr framkvæmdarstjóri Renault liðsins. "Við erum með nýtt skipulag hjá liðinu, nýja ökumenn og í nýjum litum. Það er margt sem er vert að vera spenntur yfir og tilhlökkun fyrir nýja tímabilinu." "Það er aldrei auðvelt að setja sér markmið, en það er metnaður í gangi og við viljum komast í fremstu röð. Það mun ekki gerast á einni nóttu og við tökum eitt skref í einu." "Nýji R30 bíllinn ætti að verða samkeppnisfær, sterkur og áreiðanlegur og við hönnuðum hann á framsækinn hátt. Við höfum ekki gleymt hvernig á að vinna í Formúlu 1", sagði Bouillierl. Petrov er spenntur fyrir tækifærinu sem hann fær með Renault. "Ég hlakka mjög til að keyra á götubrautum og í blautum. Ég byrjaði ferill minn í rallakstri og ísakstri og kann því vel við mig á hálu undirlagi. Ég vann mitt fyrsta GP2 mót í Valencia, þegar ég hóf keppni á þurrdekkjum á rakri brautinni. Ég á þó eftir að sjá hvernig Formúlu 1 bíll virkar í bleytu", sagði Petrov.
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira