Hátíðardagur í plötubúðum 15. apríl 2010 08:30 Plötubúðamenningu fagnað Ingvar Geirsson í Lucky Records heldur upp á Alþjóðlegan dag plötubúðarinnar á laugardag.Fréttablaðið/Valli Alþjóðlegur dagur plötubúðarinnar verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn, þriðja árið í röð. Hugmyndin með þessum degi er að fagna þeirri menningu sem fylgir litlum óháðum plötubúðum sem allir tónlistaráhugamenn elska. Hnignun í sölu á tónlist spilar þó væntanlega mikið inn í að farið var af stað með þennan dag til að byrja með. „Þessi dagur snýst um þennan félagslega þátt, að fara inn í plötubúð, spjalla við afgreiðslumanninn, heyra eitthvað nýtt og hitta fólk," segir Ingvar Geirsson sem rekur Lucky Records á Hverfisgötu. Ingvar er að ganga frá tónleikadagskrá í búð sinni á laugardaginn. „Ég verð með Weapons klukkan fjögur og svo getur fólk séð dagskrána á Facebook-síðu búðarinnar," segir hann. Ingvar segir að opið verði til 22 þennan dag og 20 prósenta afsláttur verði af öllu í búðinni. Í Havarí verða tónleikar með Sóleyju úr Seabear sem er að gefa út fyrstu sólóplötu sína, kaffi og veitingar og margt fleira. Þá verða pallborðsumræður þar sem umræðuefnið er Hvað er plötubúð í dag? Hjá Smekkleysu plötubúð og 12 Tónum hafði í gær ekki verið tekin nein ákvörðun um dagskrá í tilefni dagsins. Smá líf hefur færst í litlu plötubúðirnar í miðborg Reykjavíkur undanfarið, til dæmis með auknum vínyláhuga landsmanna. Ingvar hefur rekið Lucky Records á Hverfisgötu í hálft ár og hefur fengið hrós fyrir gott vöruúrval. Ingvar segir að það hafi gengið bærilega. „Það eru margir sem fatta ekki að maður er hérna, en svo kemur fullt af nýju fólki inn. Það er einhver þróun í þessu."- hdm Lífið Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Alþjóðlegur dagur plötubúðarinnar verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn, þriðja árið í röð. Hugmyndin með þessum degi er að fagna þeirri menningu sem fylgir litlum óháðum plötubúðum sem allir tónlistaráhugamenn elska. Hnignun í sölu á tónlist spilar þó væntanlega mikið inn í að farið var af stað með þennan dag til að byrja með. „Þessi dagur snýst um þennan félagslega þátt, að fara inn í plötubúð, spjalla við afgreiðslumanninn, heyra eitthvað nýtt og hitta fólk," segir Ingvar Geirsson sem rekur Lucky Records á Hverfisgötu. Ingvar er að ganga frá tónleikadagskrá í búð sinni á laugardaginn. „Ég verð með Weapons klukkan fjögur og svo getur fólk séð dagskrána á Facebook-síðu búðarinnar," segir hann. Ingvar segir að opið verði til 22 þennan dag og 20 prósenta afsláttur verði af öllu í búðinni. Í Havarí verða tónleikar með Sóleyju úr Seabear sem er að gefa út fyrstu sólóplötu sína, kaffi og veitingar og margt fleira. Þá verða pallborðsumræður þar sem umræðuefnið er Hvað er plötubúð í dag? Hjá Smekkleysu plötubúð og 12 Tónum hafði í gær ekki verið tekin nein ákvörðun um dagskrá í tilefni dagsins. Smá líf hefur færst í litlu plötubúðirnar í miðborg Reykjavíkur undanfarið, til dæmis með auknum vínyláhuga landsmanna. Ingvar hefur rekið Lucky Records á Hverfisgötu í hálft ár og hefur fengið hrós fyrir gott vöruúrval. Ingvar segir að það hafi gengið bærilega. „Það eru margir sem fatta ekki að maður er hérna, en svo kemur fullt af nýju fólki inn. Það er einhver þróun í þessu."- hdm
Lífið Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp