Lögmætisregla og verðtrygging Haukur Arnþórsson skrifar 22. ágúst 2011 11:00 Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar. Þessi regla er meðal annars túlkuð þannig að stjórnvöld mega ekki hefta athafnafrelsi almennings nema með lögum. Þá geta stjórnvöld ekki heldur tekið íþyngjandi ákvarðanir gagnvart almenningi nema fyrir liggi viðhlítandi lagaheimildir. Í aðalatriðum felur lögmætisreglan í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir. Þá þurfa þær einnig að eiga sér heimild í lögum. Ef misbrestur er á öðru hvoru getur ákvörðun verið ólögmæt eða að hana vanti lagastoð og er hún ógildanleg í báðum tilvikum. Reglan snýst um meðferð samfélagslegs valds. Uppspretta alls valds er hjá þjóðinni og stjórnkerfi landsins fer með það eftir ákveðnum reglum. Því er hlutað til þriggja megineininga; löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem hvert um sig hefur sín valdmörk. Mál Hagsmunasamtaka Heimilana Athugasemdir Hagsmunasamtaka Heimilanna við Umboðsmann Alþingis og fyrirspurn embættis hans til Seðlabankans virðast vísa til lögmætisreglunnar. Þannig virðist skoðað hvort reglugerð Seðlabankans um verðtryggingu veiti víðtækari verðtryggingarmöguleika en lagaheimildir standa til. Í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 segir: „Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar … þar sem … áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar." Alþingi heimilar hér að verðbæta greiðslur, en ekki aðrar reikningsstærðir lánasamninga, sem er eins lítil íþynging og hægt er. Lengra gekk þingið ekki í heimildum sínum. Verðtryggingin var einmitt í upphafi framkvæmd með þessu móti eins og þeir muna sem tóku verðtryggð lán á fyrstu árum verðtryggingar. Höfuðstóll verðbættist þá ekki. Í 3. og 4. gr. reglugerðar Seðlabanka Íslands, reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 frá 2001, er hins vegar tæpitungulaust fjallað um uppfærslu höfuðstóls með verðbótum, sbr. 2. mgr. 4. gr.: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu … í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga." Ekki verður annað séð en að reglugerðin taki ákvarðanir sem eru að miklum mun meira íþyngjandi gagnvart almenningi en lagaheimildin stendur til, enda virðist uppfærsla höfuðstóls bera með sér að verðbæta megi þegar áfallnar verðbætur (vaxtavextir). Þá leiðir hún til breyttrar veðstöðu og þar með lakari eignastöðu almennings. Því virðist Seðlabankinn hafa farið út fyrir valdmörk sín og brotið lögmætisregluna. Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og í þessu tilviki er sá ráðherra sem undirritaði reglugerðina ábyrgur fyrir henni. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum og Alþingi getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir í slíkum málum. Umfang málsins Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins og meginlínum, enda er það á byrjunarreit. Þó má reikna með því að ef reglugerð Seðlabankans gengur út fyrir lagaheimildir hafi fjármálastofnanir oftekið af almenningi og fyrirtækjum og ekki síður tekið verulega hærra veð í eignum en heimilt er, sem breytir eignahlut almennings við kaup og sölu eigna. Þá er einnig hugsanlegt að sami almenningur hafi fengið ofgreitt út af verðtryggðum innlánum sínum. Þannig gætu verulegar upphæðir átt með réttu að skipta um hendur. Stærðir og hlutföll í þessu máli liggja ekki fyrir. Sennilegt er að þeir sem hugsanlega munu bera skarðan hlut frá borði af þessum völdum, eigi einhvern rétt gagnvart íslenska ríkinu og jafnvel allan rétt. Þá skiptir höfuðmáli hvað sú krafa verður há. Flestar fjárkröfur koma sér illa fyrir ríkissjóð eins og horfir, en verulega há krafa vegna rangra stjórnvaldsákvarðana gæti reynst honum mjög skaðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar. Þessi regla er meðal annars túlkuð þannig að stjórnvöld mega ekki hefta athafnafrelsi almennings nema með lögum. Þá geta stjórnvöld ekki heldur tekið íþyngjandi ákvarðanir gagnvart almenningi nema fyrir liggi viðhlítandi lagaheimildir. Í aðalatriðum felur lögmætisreglan í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir. Þá þurfa þær einnig að eiga sér heimild í lögum. Ef misbrestur er á öðru hvoru getur ákvörðun verið ólögmæt eða að hana vanti lagastoð og er hún ógildanleg í báðum tilvikum. Reglan snýst um meðferð samfélagslegs valds. Uppspretta alls valds er hjá þjóðinni og stjórnkerfi landsins fer með það eftir ákveðnum reglum. Því er hlutað til þriggja megineininga; löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem hvert um sig hefur sín valdmörk. Mál Hagsmunasamtaka Heimilana Athugasemdir Hagsmunasamtaka Heimilanna við Umboðsmann Alþingis og fyrirspurn embættis hans til Seðlabankans virðast vísa til lögmætisreglunnar. Þannig virðist skoðað hvort reglugerð Seðlabankans um verðtryggingu veiti víðtækari verðtryggingarmöguleika en lagaheimildir standa til. Í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 segir: „Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar … þar sem … áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar." Alþingi heimilar hér að verðbæta greiðslur, en ekki aðrar reikningsstærðir lánasamninga, sem er eins lítil íþynging og hægt er. Lengra gekk þingið ekki í heimildum sínum. Verðtryggingin var einmitt í upphafi framkvæmd með þessu móti eins og þeir muna sem tóku verðtryggð lán á fyrstu árum verðtryggingar. Höfuðstóll verðbættist þá ekki. Í 3. og 4. gr. reglugerðar Seðlabanka Íslands, reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 frá 2001, er hins vegar tæpitungulaust fjallað um uppfærslu höfuðstóls með verðbótum, sbr. 2. mgr. 4. gr.: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu … í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga." Ekki verður annað séð en að reglugerðin taki ákvarðanir sem eru að miklum mun meira íþyngjandi gagnvart almenningi en lagaheimildin stendur til, enda virðist uppfærsla höfuðstóls bera með sér að verðbæta megi þegar áfallnar verðbætur (vaxtavextir). Þá leiðir hún til breyttrar veðstöðu og þar með lakari eignastöðu almennings. Því virðist Seðlabankinn hafa farið út fyrir valdmörk sín og brotið lögmætisregluna. Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og í þessu tilviki er sá ráðherra sem undirritaði reglugerðina ábyrgur fyrir henni. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum og Alþingi getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir í slíkum málum. Umfang málsins Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins og meginlínum, enda er það á byrjunarreit. Þó má reikna með því að ef reglugerð Seðlabankans gengur út fyrir lagaheimildir hafi fjármálastofnanir oftekið af almenningi og fyrirtækjum og ekki síður tekið verulega hærra veð í eignum en heimilt er, sem breytir eignahlut almennings við kaup og sölu eigna. Þá er einnig hugsanlegt að sami almenningur hafi fengið ofgreitt út af verðtryggðum innlánum sínum. Þannig gætu verulegar upphæðir átt með réttu að skipta um hendur. Stærðir og hlutföll í þessu máli liggja ekki fyrir. Sennilegt er að þeir sem hugsanlega munu bera skarðan hlut frá borði af þessum völdum, eigi einhvern rétt gagnvart íslenska ríkinu og jafnvel allan rétt. Þá skiptir höfuðmáli hvað sú krafa verður há. Flestar fjárkröfur koma sér illa fyrir ríkissjóð eins og horfir, en verulega há krafa vegna rangra stjórnvaldsákvarðana gæti reynst honum mjög skaðleg.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun