Fannar: Eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 10:00 Fannar Ólafsson, fyrirliði KR. KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn. „Mér lýst mjög vel á þetta enda er alltaf gott að spila í Höllinni. Þetta er það skemmtilegasta sem að maður gerir og ég er að ennþá að standa í þessu til þess að fá að spila svona leiki," segir Fannar. „Þetta er eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR þannig að það er kominn tími á að klára það á laugardaginn(í dag). Við settum skýr markmið fyrir allra augum í september og ætluðum að taka bæði þennan bikar sem og Íslandsmeistaratitilinn. Við náum vonandi fyrsta áfanganum á laugardaginn (í dag)," segir Fannar. KR-liðinu gekk ekki alltof vel fyrir áramót en hefur unnið alla níu leiki sína á árinu 2011. „Ég sagði mönnum að maður vildi ekki vera að toppa í desember því það er betra að vera að gera það um miðjan febrúar heldur en að vera á sínu besta gasi fyrir áramót," segir Fannar og bætir við: „Það tók okkur tíma að hrista saman nýtt lið eins og það gerir alltaf. Það tók menn ákveðinn tíma að finna sína stöðu í liðinu og líka að menn væru sáttir með sitt hlutverk. Núna erum við komnir á þann stall að allir eru farnir að leggja sitt af mörkum innan síns hlutverks. Það skiptir samt engu máli hvernig hefur gengið undanfarin ef við töpum bikarnum. Það skiptir heilmiklu máli að koma rétt stemmdir inn í þennan leik," segir Fannar. „Grindvíkingar eru svakalega sterkir og þeir unnu okkur með tíu eða fimmtán stigum á heimavelli sínum," segir Fannar og hann gefur lítið fyrir taktík Grindvíkinga fyrir úrslitaleikinn. „Við vitum, að þrátt fyrir að þeir séu að reyna að tala sig niður og segja að það sé einhver krísa í þeirra herbúðum, þá er það bara gamalt trikk í bókinni til að reyna að losa sig við pressu," segir Fannar. „Ég horfi á þetta þannig að þarna séu tvö sterk lið að fara að mætast og þetta verður hörkuleikur. Það verður gaman að spila þennan leik. Þeir voru í úrslitaleiknum í fyrra og þekkja þetta. Ég hugsa að þeirra hungur sé ekkert minna en okkar," sagði Fannar að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn. „Mér lýst mjög vel á þetta enda er alltaf gott að spila í Höllinni. Þetta er það skemmtilegasta sem að maður gerir og ég er að ennþá að standa í þessu til þess að fá að spila svona leiki," segir Fannar. „Þetta er eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR þannig að það er kominn tími á að klára það á laugardaginn(í dag). Við settum skýr markmið fyrir allra augum í september og ætluðum að taka bæði þennan bikar sem og Íslandsmeistaratitilinn. Við náum vonandi fyrsta áfanganum á laugardaginn (í dag)," segir Fannar. KR-liðinu gekk ekki alltof vel fyrir áramót en hefur unnið alla níu leiki sína á árinu 2011. „Ég sagði mönnum að maður vildi ekki vera að toppa í desember því það er betra að vera að gera það um miðjan febrúar heldur en að vera á sínu besta gasi fyrir áramót," segir Fannar og bætir við: „Það tók okkur tíma að hrista saman nýtt lið eins og það gerir alltaf. Það tók menn ákveðinn tíma að finna sína stöðu í liðinu og líka að menn væru sáttir með sitt hlutverk. Núna erum við komnir á þann stall að allir eru farnir að leggja sitt af mörkum innan síns hlutverks. Það skiptir samt engu máli hvernig hefur gengið undanfarin ef við töpum bikarnum. Það skiptir heilmiklu máli að koma rétt stemmdir inn í þennan leik," segir Fannar. „Grindvíkingar eru svakalega sterkir og þeir unnu okkur með tíu eða fimmtán stigum á heimavelli sínum," segir Fannar og hann gefur lítið fyrir taktík Grindvíkinga fyrir úrslitaleikinn. „Við vitum, að þrátt fyrir að þeir séu að reyna að tala sig niður og segja að það sé einhver krísa í þeirra herbúðum, þá er það bara gamalt trikk í bókinni til að reyna að losa sig við pressu," segir Fannar. „Ég horfi á þetta þannig að þarna séu tvö sterk lið að fara að mætast og þetta verður hörkuleikur. Það verður gaman að spila þennan leik. Þeir voru í úrslitaleiknum í fyrra og þekkja þetta. Ég hugsa að þeirra hungur sé ekkert minna en okkar," sagði Fannar að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira