Hildur: Gaman að spila á móti Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 09:00 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR. Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum. „Mér lýst rosalega vel á þennan leik enda er gaman að spila á móti Keflavík. Við erum búnar að vera púsla liðinu svolítið saman og höfum ekki átt bestu leikina okkar á móti þeim í vetur. Það er eitthvað til þess að laga á laugardaginn (í dag)," segir Hildur. KR varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið vann Keflavík í úrslitaleiknum. „Það gæti verið að við kíkjum aðeins á úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og peppum okkur aðeins upp með því. Við erum með reynslu núna af því að fara í Höllina og ég held það eigi eftir að skila okkur í þessum leik. Þær koma örugglega alveg brjálaðar enda búið að henda þeim út með silfrið tvö ár í röð. Þetta verður bara skemmtilegt," segir Hildur. „Þær eru með hrikalegan öflugan útlending og við verðum að stoppa hana. Svo eru þetta allt öflugir leikmenn. Við þurfum bara að spila okkur leik og ná upp vörninni og stemmningunni því þá erum við með nokkuð gott lið," segir Hildur. „Við vitum lítið um nýja leikmanninn þeirra því við höfum ekki spilað á móti henni. Ég hef ekki séð hana spila þannig að maður veit ekki hvað hún kemur með inn í liðið. Við vitum ekki hvort hún er að bæta Keflavíkurliðið eða bara að breikka hópinn," segir Hildur. Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR en Hildur segir að stelpurnar séu ekkert útundan þegar kemur að því að undirbúa liðin. „Við erum ekkert að rífast við strákana um þjálfarann því hann skiptir þessu bara fínt á milli okkar. Það er fín samvinna á milli liðanna enda klárum við þetta öll saman. Það verður örugglega mikil spenna og pressa á þjálfaranum eftir leik hjá okkur en ég held að það verði bara skemmtilegt fyrir hann," segir Hildur. Bandaríski leikmaðurinn Chazny Morris meiddist á dögunum en á að vera klár í leikinn í dag. Hildur er líka að verða góð af sínum meiðslum. „Það var svolítið svekkelsi að missa hana út um leið og ég var að koma til baka. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt hjá henni og hún verður alveg með. Við eldri leikmennirnir þurfum bara að passa upp á okkur svo við verðum sprækar á laugardaginn," segir Hildur en hvað var mikilvægast þegar bikarinn kom í hús fyrir tveimur árum. „Ég held að það hafi frábær undirbúningur fram að leik og að við höfðum virkilega gaman af þessu. Vikan öll fyrir leik situr í manni á leikdegi og frábær undirbúningur hjá fólkinu í kringum liðið hefur mikil áhrif. Þá komum við bara í Höllina eins og prinsessur og vinnum leikinn," sagði Hildur í léttum tón. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum. „Mér lýst rosalega vel á þennan leik enda er gaman að spila á móti Keflavík. Við erum búnar að vera púsla liðinu svolítið saman og höfum ekki átt bestu leikina okkar á móti þeim í vetur. Það er eitthvað til þess að laga á laugardaginn (í dag)," segir Hildur. KR varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið vann Keflavík í úrslitaleiknum. „Það gæti verið að við kíkjum aðeins á úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og peppum okkur aðeins upp með því. Við erum með reynslu núna af því að fara í Höllina og ég held það eigi eftir að skila okkur í þessum leik. Þær koma örugglega alveg brjálaðar enda búið að henda þeim út með silfrið tvö ár í röð. Þetta verður bara skemmtilegt," segir Hildur. „Þær eru með hrikalegan öflugan útlending og við verðum að stoppa hana. Svo eru þetta allt öflugir leikmenn. Við þurfum bara að spila okkur leik og ná upp vörninni og stemmningunni því þá erum við með nokkuð gott lið," segir Hildur. „Við vitum lítið um nýja leikmanninn þeirra því við höfum ekki spilað á móti henni. Ég hef ekki séð hana spila þannig að maður veit ekki hvað hún kemur með inn í liðið. Við vitum ekki hvort hún er að bæta Keflavíkurliðið eða bara að breikka hópinn," segir Hildur. Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR en Hildur segir að stelpurnar séu ekkert útundan þegar kemur að því að undirbúa liðin. „Við erum ekkert að rífast við strákana um þjálfarann því hann skiptir þessu bara fínt á milli okkar. Það er fín samvinna á milli liðanna enda klárum við þetta öll saman. Það verður örugglega mikil spenna og pressa á þjálfaranum eftir leik hjá okkur en ég held að það verði bara skemmtilegt fyrir hann," segir Hildur. Bandaríski leikmaðurinn Chazny Morris meiddist á dögunum en á að vera klár í leikinn í dag. Hildur er líka að verða góð af sínum meiðslum. „Það var svolítið svekkelsi að missa hana út um leið og ég var að koma til baka. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt hjá henni og hún verður alveg með. Við eldri leikmennirnir þurfum bara að passa upp á okkur svo við verðum sprækar á laugardaginn," segir Hildur en hvað var mikilvægast þegar bikarinn kom í hús fyrir tveimur árum. „Ég held að það hafi frábær undirbúningur fram að leik og að við höfðum virkilega gaman af þessu. Vikan öll fyrir leik situr í manni á leikdegi og frábær undirbúningur hjá fólkinu í kringum liðið hefur mikil áhrif. Þá komum við bara í Höllina eins og prinsessur og vinnum leikinn," sagði Hildur í léttum tón.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn