Alonso: Engin afhroð í Ástralíu hjá Ferrari 30. mars 2011 10:25 Fernando Alonso í Melbourne á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso lauk keppni í fjórða sæti í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu á sunnudaginn, eftir að hafa misst marga ökumenn framúr sér í fyrsta hring. Alonso segir þó Ferrari ekki hafa beðið nein afhroð í mótinu, en liðsfélagi hans, Felipe Massa varð sjöundi í mótinu. Eftir að tveir Sauber ökumenn voru dæmdir úr leik. "Útkoman var ekki að óskum, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Að fá 12 stig (af 25 mögulegum) er ekki langt frá meðaltalinu sem heimsmeistarinn náði á keppnistímabilinu í fyrra, mót frá móti", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það er því ekki hægt að segja að við höfum beðið afhroð í Ástralíu. Við vorum vissulega langt frá Red Bull Vettels í tímatökunni og McLaren Hamiltons, en það gekk betur í mótinu sjálfu. Kannski ekki í samanburði við Vettel, en alla aðra." "Ræsingin var hörmung og ég féll úr fimmta sæti í það níunda í fyrsta hring. Án þessa hefði ég barist um tvö fyrstu sætin á verðlaunapallinum. Það kom ekkert annað á óvart í mótinu, nema hvað Pirelli dekkin slitnuðu ekki eins mikið og von var á, miðað við æfingar í vetur. Við sjáum hvað gerist í Malasíu. Brautin þar er mjög ólík Albert Park", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso lauk keppni í fjórða sæti í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu á sunnudaginn, eftir að hafa misst marga ökumenn framúr sér í fyrsta hring. Alonso segir þó Ferrari ekki hafa beðið nein afhroð í mótinu, en liðsfélagi hans, Felipe Massa varð sjöundi í mótinu. Eftir að tveir Sauber ökumenn voru dæmdir úr leik. "Útkoman var ekki að óskum, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Að fá 12 stig (af 25 mögulegum) er ekki langt frá meðaltalinu sem heimsmeistarinn náði á keppnistímabilinu í fyrra, mót frá móti", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það er því ekki hægt að segja að við höfum beðið afhroð í Ástralíu. Við vorum vissulega langt frá Red Bull Vettels í tímatökunni og McLaren Hamiltons, en það gekk betur í mótinu sjálfu. Kannski ekki í samanburði við Vettel, en alla aðra." "Ræsingin var hörmung og ég féll úr fimmta sæti í það níunda í fyrsta hring. Án þessa hefði ég barist um tvö fyrstu sætin á verðlaunapallinum. Það kom ekkert annað á óvart í mótinu, nema hvað Pirelli dekkin slitnuðu ekki eins mikið og von var á, miðað við æfingar í vetur. Við sjáum hvað gerist í Malasíu. Brautin þar er mjög ólík Albert Park", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira