„Núna mætti þessi sterka liðsheild okkar sem var búin að koma okkur þetta langt í mótinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan vann KR 107-15 í hörku spennandi leik og jafnaði því einvígið 1-1.
„Við hikstuðum aðeins á mánudaginn en sviðsskrekkurinn var heldur betur farinn í dag. Leikurinn spilaðist eins og KR-ingar vilja spila, hátt tempó og hátt stigaskor og þess vegna er ég hrikalega sáttur með sigurinn“.
„Leikur okkar var einnig í miklu meira jafnvægi enn á mánudaginn, en þar fengum við á okkur 10-15 stig í kippum sem gengur aldrei á móti KR,“ sagði Teitur.
„Við stefnum klárlega á sigur í næsta leik og það verður mun þægilegra fyrir okkur að koma í KR-heimilið eftir svona sigur,“ sagði Teitur sáttur í leikslok.

