Alonso fljótastur í Tyrklandi, en meistarin Vettel ók útaf brautinni 6. maí 2011 08:50 Fernado Alonso um borð í Ferrari bílnum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Rigning var á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í morgun, þegar undirbúningur keppenda fyrir fjórða Formúlu 1 mót ársins hófst fyrir alvöru. Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma við erfiðar aðstæður, en Nico Rosberg á Mercedes varð annar 1.402 sekúndu á eftir Vettel og liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher þriðji 1.462 á eftir Vettel. Sebastian Vettel sem er í forystu í stigamóti ökumanna gerði mistök í rigningunni og snerist útaf brautinni í beygju átta, sem er vandasamasta beygja brautarinnar að mati margra ökumanna. Red Bull bíll hans skall á varnargirðingu og bíll var fluttur verulega laskaður á þjónustusvæðið. Hann tapaði þannig af dýrmætum æfingatíma á seinni hluta æfingarinnar, en ökumenn fá 90 mínútur til að spreyta sig á brautinni á fyrstu æfingunni á föstudögum, rétt eins og þeirra síðari sem er kl. En Vettel var ekki sá einu sem skautaði á hálli brautinni, því fjöldi ökumanna var í vandræðum með að hemja ökutæki sín, en keppendur voru að reyna Pirelli regndekkin sem notuð eru þegar brautir eru blautar og hafa lítið getað prófað þau á tímabilinu. Lewis Hamilton sem vann mótið í Tyrklandi í fyrra lenti í vandræðum í lokin þegar hann ætlaði inn á brautina. Bíllinn bilaði eitthvað á þjónustusvæðinu, þegar hann ætlaði inn á brautina. McLaren liðið sendi bíla sína ekki inn á brautina til að keyra í kapp við klukkuna fyrr en í lok æfingarinnar. Jenson Button hjá McLaren ók aðeins fjóra hringi í heildina í dag og McLaren bílarnir voru neðstir á blaði á tímalistanum. Sýnd verður samantekt frá æfingum Formúlu 1 liðanna í dag á Stöð 2 Sport kl. 21:00 í kvöld.Tímarnir frá autosport.com 1. Fernando Alonso Ferrari 1m38.670s 13 2. Nico Rosberg Mercedes 1m40.072s + 1.402 14 3. Michael Schumacher Mercedes 1m40.132s + 1.462 18 4. Nick Heidfeld Renault 1m40.338s + 1.668 9 5. Vitaly Petrov Renault 1m40.401s + 1.731 10 6. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m40.421s + 1.751 16 7. Felipe Massa Ferrari 1m40.697s + 2.027 14 8. Daniel Ricciardo Toro Rosso-Ferrari 1m41.094s + 2.424 18 9. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m41.178s + 2.508 2210. Nico Hulkenberg Force India-Mercedes 1m41.347s + 2.677 1611. Mark Webber Red Bull-Renault 1m42.564s + 3.894 512. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m42.597s + 3.927 713. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m43.525s + 4.855 1114. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m43.913s + 5.243 515. Karun Chandhok Lotus-Renault 1m43.986s + 5.316 616. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m44.787s + 6.117 2017. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m44.954s + 6.284 418. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m45.183s + 6.513 1519. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m45.237s + 6.567 1120. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth 1m48.461s + 9.791 821. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m51.676s + 13.006 622. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m55.791s + 17.121 1323. Jenson Button McLaren-Mercedes 2m00.666s + 21.996 424. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes no time 1 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rigning var á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í morgun, þegar undirbúningur keppenda fyrir fjórða Formúlu 1 mót ársins hófst fyrir alvöru. Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma við erfiðar aðstæður, en Nico Rosberg á Mercedes varð annar 1.402 sekúndu á eftir Vettel og liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher þriðji 1.462 á eftir Vettel. Sebastian Vettel sem er í forystu í stigamóti ökumanna gerði mistök í rigningunni og snerist útaf brautinni í beygju átta, sem er vandasamasta beygja brautarinnar að mati margra ökumanna. Red Bull bíll hans skall á varnargirðingu og bíll var fluttur verulega laskaður á þjónustusvæðið. Hann tapaði þannig af dýrmætum æfingatíma á seinni hluta æfingarinnar, en ökumenn fá 90 mínútur til að spreyta sig á brautinni á fyrstu æfingunni á föstudögum, rétt eins og þeirra síðari sem er kl. En Vettel var ekki sá einu sem skautaði á hálli brautinni, því fjöldi ökumanna var í vandræðum með að hemja ökutæki sín, en keppendur voru að reyna Pirelli regndekkin sem notuð eru þegar brautir eru blautar og hafa lítið getað prófað þau á tímabilinu. Lewis Hamilton sem vann mótið í Tyrklandi í fyrra lenti í vandræðum í lokin þegar hann ætlaði inn á brautina. Bíllinn bilaði eitthvað á þjónustusvæðinu, þegar hann ætlaði inn á brautina. McLaren liðið sendi bíla sína ekki inn á brautina til að keyra í kapp við klukkuna fyrr en í lok æfingarinnar. Jenson Button hjá McLaren ók aðeins fjóra hringi í heildina í dag og McLaren bílarnir voru neðstir á blaði á tímalistanum. Sýnd verður samantekt frá æfingum Formúlu 1 liðanna í dag á Stöð 2 Sport kl. 21:00 í kvöld.Tímarnir frá autosport.com 1. Fernando Alonso Ferrari 1m38.670s 13 2. Nico Rosberg Mercedes 1m40.072s + 1.402 14 3. Michael Schumacher Mercedes 1m40.132s + 1.462 18 4. Nick Heidfeld Renault 1m40.338s + 1.668 9 5. Vitaly Petrov Renault 1m40.401s + 1.731 10 6. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m40.421s + 1.751 16 7. Felipe Massa Ferrari 1m40.697s + 2.027 14 8. Daniel Ricciardo Toro Rosso-Ferrari 1m41.094s + 2.424 18 9. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m41.178s + 2.508 2210. Nico Hulkenberg Force India-Mercedes 1m41.347s + 2.677 1611. Mark Webber Red Bull-Renault 1m42.564s + 3.894 512. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m42.597s + 3.927 713. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m43.525s + 4.855 1114. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m43.913s + 5.243 515. Karun Chandhok Lotus-Renault 1m43.986s + 5.316 616. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m44.787s + 6.117 2017. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m44.954s + 6.284 418. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m45.183s + 6.513 1519. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m45.237s + 6.567 1120. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth 1m48.461s + 9.791 821. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m51.676s + 13.006 622. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m55.791s + 17.121 1323. Jenson Button McLaren-Mercedes 2m00.666s + 21.996 424. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes no time 1
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira