
Nýr andi laganna nái til stöðu Mehdi
Venjulegt ferli meðferðar um hælisumsókn byggir á tveimur stigum. Á fyrra stigi er kveðinn upp úrskurður hjá Útlendingastofnun og ef viðkomandi er ekki sáttur við þann úrskurð þá getur hann áfrýjað úrskurðnum til innanríkisráðuneytisins og er þá málið komið á annað stig. Ef viðkomandi er enn ósáttur við úrskurð ráðuneytisins, þá á viðkomandi rétt til höfða málið við héraðsdómstóla en samt hindrar það ekki að yfirvöld geta vísað viðkomandi hælisleitanda á brott úr landinu. Mehdi hafði farið alla þessa leið í kerfinu undanfarin sjö ár nema að ekki var búið að vísa honum burt úr landi.
Jafnvel þótt að hælisleitandi hafi fengið endanlega synjun hjá Innanríkiráðuneytinu, getur hann haldið afram því að dvelja á Íslandi.
Helstu ástæður þess eru t.d.:
A) Hætta á ofsóknum eða pyntingum eru til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann uppfylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda).
B) Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum.
C) Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónarmið mæla með því að brottvísun sé frestað.
Að mínu viti eru fjórir eða fimm hælisleitendur við á Íslandi núna sem hafa eytt meira en fimm árum í biðstöðu eftir að hafa fengið synjun um hæli. Mehdi er einn þeirra. Undir þessum kringumstæðum geta þeir ekki búið sér venjulegt líf eins og venjulegt fólk gerir. Þeir geta ekki gert neinar áætlanir eins og að kaupa sér íbúð, eignast lífsförunaut, barn og svo framvegis.
Til þess að bæta úr þessum háskalegu aðstæðum, breyttust lögin í síðasta hausti og núna mega yfirvöld gefa dvalarleyfi hælisleitanda sem hefur haft dvalarleyfi til bráðabirgða(veikara leyfi en almennt tímabundið dvalarleyfi) lengri en tvö ár.
Í viðtali við Vísir.is þann 6. maí sl. sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra meðal annars: ,,Reglunum hefur verið breytt, til hins betra að mínu mati og ekki hægt að tala um að hann (Mehdi) hafi verið að velkjast um í kerfinu." Hann sagði að viðbrögð Mehdi hafi hugsanlega byggst á misskilningi.
Ég fagna orðum Ögmundar og vona að hann beiti Útlendingastofnun þrýstingi til að skoða málið aftur sem allra fyrst í ,,ljósi og anda hinnar nýju lagabreytingar." Lagabreytingarnir sem samþykktar voru á Alþingi síðasta hausti eru til að tryggja lágmarksmannréttindi hælisleitenda á þeirri forsendu og viðurkenningu að það er ekki hægt að gera staðfesta eða skýra allar sögur hælisleitenda sögur þrátt fyrir margra ára rannsóknir af ýmsum ástæðum. Mér skilst að nú sé þessi nýi andi laganna orðinn um málefni hælisumsóknar, en engu að síður sýnist mér eins og að starfshættir Útlendingastofnun byggist áfram gömlu lögunum. Að sjálfsögðu þekki ég ekki hver og einustu vinnubrögð ÚTL og því ætla ég ekki að gagnrýna hana einhliða, en samt er það einnig satt að ég get ekki séð neina skýra breytingu í viðhorfi Útlendingastofnununarinnar varðandi mál Mehdis. Ég tel að Útlendingastofnun þurfi a.m.k. að sýna fram á helstu ástæður þess að hún getur ekki útvegað Mehdi almennt dvalarleyfi eftir að málið er orðið opinbert með þessum hætti.
Nú er boltinn hjá Útlendingastofnun og einnig innanríkisráðuneytinu. Ég óska innilega að yfirvöld okkar sýni almenningi áþreifanlega að lögum um hælismál hafi verið breytt.
Skoðun

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar