Vettel vann spennandi mót á Spáni 22. maí 2011 15:30 Sebastian Vettel fagnar sigri á Katalóníu brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fjórða mót sitt á árinu, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Spáni í dag. Hann varð aðeins 0.630 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Jenson Button á McLaren varð þriðji. Mark Webber var fremstur á ráslínu í dag á Red Bull, en heimaðurinn Fernando Alonso sá við öllum fremstu mönnum og komst í fyrsta sætið eftir frábæra byrjun í rásmarkinu. En hann náði ekki að halda góða byrjun út kepppnina, en leiddi hana þó fram að tuttugasta hring. Þá náði Hamilton forystunni þegar Alonso tók þjónustuhlé. Hamilton var í forystu í mótinu á undan Vettel, en þegar Hamilton fór í sitt annað þjónustuhlé í 24 hring náði Vettel forystunni. Báðir höfðu þá lokið við að taka tvö þjónustuhlé. Þeir tóku síðan tvö þjónustuhlé til viðbótar en staðan á milli þeirra breyttist ekki hvað sæti varðar. Undir lokin sótti Hamilton oft stíft að Vettel, sem náði þó að halda fengnum hlut til loka mótsins. Þeir Vettel og Hamilton voru í sérflokki í mótinu þegar uppi var staðið og Vettel er nú kominn með 118 stig í keppni ökumanna, en Hamilton er með 77. Tímarir og staðan frá autosport.com Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:39:03.301 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 0.630 3. Button McLaren-Mercedes + 35.697 4. Webber Red Bull-Renault + 47.966 5. Alonso Ferrari + 1 hringur 6. Schumacher Mercedes + 1 hringur 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Heidfeld Renault + 1 hringur 9. Perez Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur Staðan í stigamótinu 1. Vettel 118 1. Red Bull-Renault 185 2. Hamilton 77 2. McLaren-Mercedes 138 3. Webber 67 3. Ferrari 75 4. Button 61 4. Renault 46 5. Alonso 51 5. Mercedes 40 6. Rosberg 26 6. Sauber-Ferrari 11 7. Heidfeld 25 7. Toro Rosso-Ferrari 6 8. Massa 24 8. Force India-Mercedes 4 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fjórða mót sitt á árinu, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Spáni í dag. Hann varð aðeins 0.630 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Jenson Button á McLaren varð þriðji. Mark Webber var fremstur á ráslínu í dag á Red Bull, en heimaðurinn Fernando Alonso sá við öllum fremstu mönnum og komst í fyrsta sætið eftir frábæra byrjun í rásmarkinu. En hann náði ekki að halda góða byrjun út kepppnina, en leiddi hana þó fram að tuttugasta hring. Þá náði Hamilton forystunni þegar Alonso tók þjónustuhlé. Hamilton var í forystu í mótinu á undan Vettel, en þegar Hamilton fór í sitt annað þjónustuhlé í 24 hring náði Vettel forystunni. Báðir höfðu þá lokið við að taka tvö þjónustuhlé. Þeir tóku síðan tvö þjónustuhlé til viðbótar en staðan á milli þeirra breyttist ekki hvað sæti varðar. Undir lokin sótti Hamilton oft stíft að Vettel, sem náði þó að halda fengnum hlut til loka mótsins. Þeir Vettel og Hamilton voru í sérflokki í mótinu þegar uppi var staðið og Vettel er nú kominn með 118 stig í keppni ökumanna, en Hamilton er með 77. Tímarir og staðan frá autosport.com Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:39:03.301 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 0.630 3. Button McLaren-Mercedes + 35.697 4. Webber Red Bull-Renault + 47.966 5. Alonso Ferrari + 1 hringur 6. Schumacher Mercedes + 1 hringur 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Heidfeld Renault + 1 hringur 9. Perez Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur Staðan í stigamótinu 1. Vettel 118 1. Red Bull-Renault 185 2. Hamilton 77 2. McLaren-Mercedes 138 3. Webber 67 3. Ferrari 75 4. Button 61 4. Renault 46 5. Alonso 51 5. Mercedes 40 6. Rosberg 26 6. Sauber-Ferrari 11 7. Heidfeld 25 7. Toro Rosso-Ferrari 6 8. Massa 24 8. Force India-Mercedes 4
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira