Hamilton: Einn besti breski kappakstur allra tíma 11. júlí 2011 11:14 Lewis Hamilton hjá McLaren varð fjórði á Silverstone brautinni í gær. AP mynd: Tom Hevezi Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Hamilton var tíundi á ráslínu og vann sig upp listann og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en fékk skipun frá McLaren liðinu á lokasprettinum að hægja á þar sem bíll hans hafði ekki nægt bensín um borð. „Í lokin þá varð ég að spara bensín, slá af á köflum og það þýðir að bremsurnar kólna og þess vegna var ég alltaf að læsa hjólum. Það gerði það að Mark (Webber á Red Bull) komst framhjá mér og ég þurfti að verja stöðuna gagnvart Felipe (Massa) í lokahringjunum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið en Hamilton var á undan Massa í síðasta hringnum. „Í síðasta hringnum fékk ég skipun frá liðinu að keyra eins hratt og ég mögulega gæti, en Felipe hafði þá minnkað muninn á milli okkar, þannig að það var erfitt að verjast. Síðasta hringinn var mjótt á munum. Í síðstu beygjunnoi ók ég í innanverðri beygjunni og bremsaði eins kröftulega og ég gat. Sem betur fer komust við báðir í gegnum beygjuna og ég rétt marði að vera á undan í endmark". „Stuðningurinn sem ég fékk þegar ég kom yfir endmarkslínuna var eins og ég hefði unnið mótið og ég vil því þakka öllum. Í raun hafa áhorfendur verið frábærir alla helgina. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á Silverstone og ég fann fyrir hvatningu þeirra. Ég held að þetta hafi verið einn besti breski kappakstur allra tíma og ég er þegar farinn að hlakka til að mæta aftur á næsta ári", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Hamilton var tíundi á ráslínu og vann sig upp listann og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en fékk skipun frá McLaren liðinu á lokasprettinum að hægja á þar sem bíll hans hafði ekki nægt bensín um borð. „Í lokin þá varð ég að spara bensín, slá af á köflum og það þýðir að bremsurnar kólna og þess vegna var ég alltaf að læsa hjólum. Það gerði það að Mark (Webber á Red Bull) komst framhjá mér og ég þurfti að verja stöðuna gagnvart Felipe (Massa) í lokahringjunum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið en Hamilton var á undan Massa í síðasta hringnum. „Í síðasta hringnum fékk ég skipun frá liðinu að keyra eins hratt og ég mögulega gæti, en Felipe hafði þá minnkað muninn á milli okkar, þannig að það var erfitt að verjast. Síðasta hringinn var mjótt á munum. Í síðstu beygjunnoi ók ég í innanverðri beygjunni og bremsaði eins kröftulega og ég gat. Sem betur fer komust við báðir í gegnum beygjuna og ég rétt marði að vera á undan í endmark". „Stuðningurinn sem ég fékk þegar ég kom yfir endmarkslínuna var eins og ég hefði unnið mótið og ég vil því þakka öllum. Í raun hafa áhorfendur verið frábærir alla helgina. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á Silverstone og ég fann fyrir hvatningu þeirra. Ég held að þetta hafi verið einn besti breski kappakstur allra tíma og ég er þegar farinn að hlakka til að mæta aftur á næsta ári", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira