Button: Áttum sigurinn skilinn 31. júlí 2011 17:04 Jenson Button var kampakátur með sigur í Ungverjlandi í dag. AP mynd: Thanassis Stavrakis Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. John Button faðir Jenson var á staðnum á Hungaroring brautinni í dag og kærasta Jenson, Jessica Mishibata einnig og þau fögnuðu kappanum vel þegar hann kom í endamark. Button hefur nú unnið tvö mót á árinu og er í fimmta sæti í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel á Red Bull er efstur og 85 stigum á undan næsta ökumanni þegar 8 mótum er ólokið. „Ég vil þakka liðinu. Bíllinn virkaði vel við allar aðstæður og við beittum réttri keppnisáætlun. Við áttum sigurinn skilinn og það var frábært að standa á verðlaunapallinum með Dave (Robson) tækniráðgjafa mínum í fyrsta skipti", sagði Button, sem vann einnig mótið í Kanada á þessu ári. „Keppnin var viðburðarrík og ég barðist af kappi við Lewis (Hamilton) og við vorum fremstir og ókum á ystu nöf, en bilið ýmist jókst eða minnkaði. Þetta var skemmtilegt og mér finnst leitt að við vorum ekki báðir á verðlaunapallinum." „Þetta var frábær leið til að fagna 200 mótinu í Formúlu 1 og liðið fer í sumarfrí með hvatningu í farteskinu. Við vitum að við erum með góðan bíl og því er málið að njóta þessa að vera í fríi og mæta enn öflugri Spa. Ég er þegar spenntur fyrir því móti", sagði Button, en keppt verður á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Sjá brautarlýsingu frá Spá á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. John Button faðir Jenson var á staðnum á Hungaroring brautinni í dag og kærasta Jenson, Jessica Mishibata einnig og þau fögnuðu kappanum vel þegar hann kom í endamark. Button hefur nú unnið tvö mót á árinu og er í fimmta sæti í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel á Red Bull er efstur og 85 stigum á undan næsta ökumanni þegar 8 mótum er ólokið. „Ég vil þakka liðinu. Bíllinn virkaði vel við allar aðstæður og við beittum réttri keppnisáætlun. Við áttum sigurinn skilinn og það var frábært að standa á verðlaunapallinum með Dave (Robson) tækniráðgjafa mínum í fyrsta skipti", sagði Button, sem vann einnig mótið í Kanada á þessu ári. „Keppnin var viðburðarrík og ég barðist af kappi við Lewis (Hamilton) og við vorum fremstir og ókum á ystu nöf, en bilið ýmist jókst eða minnkaði. Þetta var skemmtilegt og mér finnst leitt að við vorum ekki báðir á verðlaunapallinum." „Þetta var frábær leið til að fagna 200 mótinu í Formúlu 1 og liðið fer í sumarfrí með hvatningu í farteskinu. Við vitum að við erum með góðan bíl og því er málið að njóta þessa að vera í fríi og mæta enn öflugri Spa. Ég er þegar spenntur fyrir því móti", sagði Button, en keppt verður á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Sjá brautarlýsingu frá Spá á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira