Verulegur ótti enn til staðar á mörkuðum 10. ágúst 2011 10:36 Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli. Þar á Nielsen við gífurlegar hækkanir á gengi svissneska frankans. Um tíma í gærdag var gengi frankans á pari við evruna sem ekki hefur gerst áður í sögunni og gengið hefur ekki verið sterkara gagnvart dollaranum undanfarin 30 ár. Svissneskur franki er talinn örugg höfn í ölduróti fjármálamarkaða, svipað og gullið. Seðlabanki Sviss hefur ítrekað reynt að grípa inn í þessa þróun með því lækka stýrivexti sína og dæla frönkum í milljarða vís inn á markaðinn í þeirri viðleitni að lækka gengi hans. Sérfræðingar segja að það hafi ekki dugað til og að bankinn verði að grípa til sterkari aðgerða. Í morgun tilkynnti bankinn að slíkar aðgerðir væru í farvatninu, að því er segir í frétt í Jyllands Posten um málið. Hið ofursterka gengi frankans er orðið að vandamáli fyrir Svisslendinga, einkum útflutningsfyrirtæki landsins. Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli. Þar á Nielsen við gífurlegar hækkanir á gengi svissneska frankans. Um tíma í gærdag var gengi frankans á pari við evruna sem ekki hefur gerst áður í sögunni og gengið hefur ekki verið sterkara gagnvart dollaranum undanfarin 30 ár. Svissneskur franki er talinn örugg höfn í ölduróti fjármálamarkaða, svipað og gullið. Seðlabanki Sviss hefur ítrekað reynt að grípa inn í þessa þróun með því lækka stýrivexti sína og dæla frönkum í milljarða vís inn á markaðinn í þeirri viðleitni að lækka gengi hans. Sérfræðingar segja að það hafi ekki dugað til og að bankinn verði að grípa til sterkari aðgerða. Í morgun tilkynnti bankinn að slíkar aðgerðir væru í farvatninu, að því er segir í frétt í Jyllands Posten um málið. Hið ofursterka gengi frankans er orðið að vandamáli fyrir Svisslendinga, einkum útflutningsfyrirtæki landsins.
Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira