Kubica á réttri leið eftir síðustu aðgerðina 29. ágúst 2011 20:49 Robert Kubica vonast eftir því að komast í Formúlu 1 á ný. Mynd: LAT photographic/Andrew Ferraro/Renault F1 Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Renault liðið bíður þess hvort Kubica nær nægum styrk til að geta keppt aftur í Formúlu 1, en hann slasaðist alvarlega þegar vegrið gekk í gegnum bíl hans í rallkeppni á Ítalíu í vetur. Aðgerðin í gær var til að lagfæra hægri olnboga hans, en hann meiddist alvarleg á hægri hendi í óhappinu og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að aflima þyrfti hægri hönd hans. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega í gær, en Kubica var fljótur til þegar hann vaknaði eftir aðgerðina og spurði strax hver úrslitin hefðu verið í Formúlu 1 mótinu á Spa brautinni í gær. Hann vill ólmur keppa á ný, þrátt fyrir óhappið sem hann upplifði. Möguleiki er á að hann keyri í ökuhermi Renault síðar á árinu, en mál hans tak mið af því hvernig líkamleg ásigkomulag hans verður. Nick Heidfeld tók sæti Kubica hjá Renault í vetur, en hann var leystur frá starfi ökumanns fyrir helgina og Bruno Senna tók sæti hans. Senna náði sjöunda sæti á ráslínu, en lauk keppni í þrettánda sæti, eftir slæm mistök í upphafi. Þá keyrði hann á annan ökumann skömmu eftir ræsingu og laskaði sinn bíl og Jamie Alguersuari varð að hætta keppni vegna atviksins. Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Renault liðið bíður þess hvort Kubica nær nægum styrk til að geta keppt aftur í Formúlu 1, en hann slasaðist alvarlega þegar vegrið gekk í gegnum bíl hans í rallkeppni á Ítalíu í vetur. Aðgerðin í gær var til að lagfæra hægri olnboga hans, en hann meiddist alvarleg á hægri hendi í óhappinu og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að aflima þyrfti hægri hönd hans. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega í gær, en Kubica var fljótur til þegar hann vaknaði eftir aðgerðina og spurði strax hver úrslitin hefðu verið í Formúlu 1 mótinu á Spa brautinni í gær. Hann vill ólmur keppa á ný, þrátt fyrir óhappið sem hann upplifði. Möguleiki er á að hann keyri í ökuhermi Renault síðar á árinu, en mál hans tak mið af því hvernig líkamleg ásigkomulag hans verður. Nick Heidfeld tók sæti Kubica hjá Renault í vetur, en hann var leystur frá starfi ökumanns fyrir helgina og Bruno Senna tók sæti hans. Senna náði sjöunda sæti á ráslínu, en lauk keppni í þrettánda sæti, eftir slæm mistök í upphafi. Þá keyrði hann á annan ökumann skömmu eftir ræsingu og laskaði sinn bíl og Jamie Alguersuari varð að hætta keppni vegna atviksins.
Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira