Vettel gleymdir aldrei fyrsta sigrinum 5. september 2011 13:26 Sebastian Vettel vann síðustu keppni sem var í Belgíu. AP mynd. Frank Augstein Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár. Vettel er með 259 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber liðsfélagi hans 167, Fernando Alonso hjá Ferrari 157 og McLaren ökumennirnir eru í fjórða og fimmta sæti. Jenson Button er með 149 og Lewis Hamilton 146. „Ég á sérstakar minningar frá Monza. Ég vann minn fyrsta sigur á brautinni árið 2008. Það er nokkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég var með gæsahúð á verðlaunapallinum", sagði Vettel. „Brautin er ein sú vandasamasta á keppnistímabilinu. Það eru hraðir kaflar þar sem við náum meira en 320 km hraða, sem þýðir að brautin er sú hraðasta á árinu. Hún reynir ekki mikið á líkamlega séð, en þrátt fyrir fyrir það er hún ekki auðveld", sagði Vettel. „Vegna þess hve langir beinu kaflarnir eru, þá er afturvængurinn einfaldari en á öðrum brautum. Bíllinn er því óstöðugri og það að gefa í eftir Parabolica beygjuna er jafnvægistlist og minnstu mistök geta þýtt að maður endar í malargryfju", sagði Vettel. Vettek vann síðustu keppni, sem var í Belgíu og hefur unnið sjö mót á árinu, en samtals hafa fjórir ökumenn unnið einstök mót á árinu. Hamilton og Button hafa unnið tvö mót hvor og Alonso eitt. Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár. Vettel er með 259 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber liðsfélagi hans 167, Fernando Alonso hjá Ferrari 157 og McLaren ökumennirnir eru í fjórða og fimmta sæti. Jenson Button er með 149 og Lewis Hamilton 146. „Ég á sérstakar minningar frá Monza. Ég vann minn fyrsta sigur á brautinni árið 2008. Það er nokkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég var með gæsahúð á verðlaunapallinum", sagði Vettel. „Brautin er ein sú vandasamasta á keppnistímabilinu. Það eru hraðir kaflar þar sem við náum meira en 320 km hraða, sem þýðir að brautin er sú hraðasta á árinu. Hún reynir ekki mikið á líkamlega séð, en þrátt fyrir fyrir það er hún ekki auðveld", sagði Vettel. „Vegna þess hve langir beinu kaflarnir eru, þá er afturvængurinn einfaldari en á öðrum brautum. Bíllinn er því óstöðugri og það að gefa í eftir Parabolica beygjuna er jafnvægistlist og minnstu mistök geta þýtt að maður endar í malargryfju", sagði Vettel. Vettek vann síðustu keppni, sem var í Belgíu og hefur unnið sjö mót á árinu, en samtals hafa fjórir ökumenn unnið einstök mót á árinu. Hamilton og Button hafa unnið tvö mót hvor og Alonso eitt.
Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira