Vettel getur slegið met 24. september 2011 23:10 Sebastian Vetel eftir tímatökuna í dag í Singapúr. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. „Það hefði verið hægt að fara hraðar, en í heildina litið var þetta fulkominn tímataka og ég er mjög ánægður. Sérstaklega af því þetta er skemmtileg braut. Ögrandi verkefni og mjög erfitt", sagði Vettel á fréttamannafundi um tímatökuna í dag. „Það eru svo margar beygjur (23) og langur hringur sem þarf að raða öllu saman. Við lærðum á mistökum sem við gerðum í tímatökunni í fyrra og héldum haus. Náðum þessu í dag. Það er frábært. Við erum með tvö fremstu sætin á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun. Þetta er mjög, mjög löng keppni", sagði Vettel. Árangur Vettel í tímatökum á einu ári er að nálgast með Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði hann 14 sinnum að vera fremstur á ráslínu. Eftir mótið í Singapúr eru fimm mót eftir, þannig að Vettel getur slegið það met ef vel gengur. En er hann að spá í slíkt? „Nei. Það var óvenjulegt. Ég held að það hafi verið 1992 sem Nigel átti ótrúlegt ár. Gengi okkar er ekki slæmt á þessu ári, en það væri rangt að hugsa um þessa hluti. Það er löng keppni framundan á morgun. Þar fáum við stigin, ekki í tímatökunni, þannig að við einbeitum okkur að því", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum á brautinni í Singapúr er kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. „Það hefði verið hægt að fara hraðar, en í heildina litið var þetta fulkominn tímataka og ég er mjög ánægður. Sérstaklega af því þetta er skemmtileg braut. Ögrandi verkefni og mjög erfitt", sagði Vettel á fréttamannafundi um tímatökuna í dag. „Það eru svo margar beygjur (23) og langur hringur sem þarf að raða öllu saman. Við lærðum á mistökum sem við gerðum í tímatökunni í fyrra og héldum haus. Náðum þessu í dag. Það er frábært. Við erum með tvö fremstu sætin á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun. Þetta er mjög, mjög löng keppni", sagði Vettel. Árangur Vettel í tímatökum á einu ári er að nálgast með Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði hann 14 sinnum að vera fremstur á ráslínu. Eftir mótið í Singapúr eru fimm mót eftir, þannig að Vettel getur slegið það met ef vel gengur. En er hann að spá í slíkt? „Nei. Það var óvenjulegt. Ég held að það hafi verið 1992 sem Nigel átti ótrúlegt ár. Gengi okkar er ekki slæmt á þessu ári, en það væri rangt að hugsa um þessa hluti. Það er löng keppni framundan á morgun. Þar fáum við stigin, ekki í tímatökunni, þannig að við einbeitum okkur að því", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum á brautinni í Singapúr er kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira