„Ég er mjög stoltur af þessum sigri ," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld.
Snæfell sigraði Val 79-70 í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í Vodafonehöllinni.
„Við vorum ekki að spila eins vel og ég veit að liðið getur gert, en þetta var mikilvægur sigur. Það kom mér nokkuð á óvart að við höfðum frumkvæðið allan leikinn og ég held að Valsstelpurnar hafi ekki búist við því".
