Vettel ánægður eftir hafa slegið met 26. nóvember 2011 21:48 Sebastian Vettel fagnar á tákrænan hátt í Brasilíu í dag eftir að hafa náð besta tíma í lokaumferð tímatöku í fimmtánda skipti á árinu. AP MYND: Getty Images/Clive Mason Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar. Árið 1992 setti Mansell met þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku, en þá voru 16 Formúlu 1 mót á dagskrá, en þau eru 19 í ár. Vettel jafnaði met Mansell í tímatökunni í Abú Dabí fyrir hálfum mánuði. Hann sló síðan metið í dag með því að ná besta tíma í lokaumferð tímatökunnar og verður því fremstur á ráslínu í fimmtánda skipti á árinu í Formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu á morgun. „Það er nokkuð sérstakt að slá metið. Mansell náði metinu í 3-4 færri mótum, en samt sem áður að þá hefur þetta verið ótrúlegt ár hjá okkur og ótrúlegt ferðalag og það er ekki búið. Það er annar kafli á morgun og ég er mjög ánægður", sagði Vettel á fréttamannafundinum eftir keppni. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Brasilíu á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag og verður hún í opinni dagskrá. Þátturinn Við endamarkið er síðan á dagskrá kl. 19.45, þar sem fjallað verður um mótið. Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar. Árið 1992 setti Mansell met þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku, en þá voru 16 Formúlu 1 mót á dagskrá, en þau eru 19 í ár. Vettel jafnaði met Mansell í tímatökunni í Abú Dabí fyrir hálfum mánuði. Hann sló síðan metið í dag með því að ná besta tíma í lokaumferð tímatökunnar og verður því fremstur á ráslínu í fimmtánda skipti á árinu í Formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu á morgun. „Það er nokkuð sérstakt að slá metið. Mansell náði metinu í 3-4 færri mótum, en samt sem áður að þá hefur þetta verið ótrúlegt ár hjá okkur og ótrúlegt ferðalag og það er ekki búið. Það er annar kafli á morgun og ég er mjög ánægður", sagði Vettel á fréttamannafundinum eftir keppni. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Brasilíu á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag og verður hún í opinni dagskrá. Þátturinn Við endamarkið er síðan á dagskrá kl. 19.45, þar sem fjallað verður um mótið.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira