Vettel vill verja titilinn á næsta ári 5. desember 2011 17:30 Sebastian Vettel og Michael Schumacher í veifa til áhorfenda í kappaksturskeppni meistaranna ( Race of Champions) í Þýskalandi á laugardaginn. AP MYND: Martin Meissner Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel vill verja Formúlu 1 meistaratitilinn á næsta ári með Red Bull liðinu. Vettel sagði þetta á verðlaunaafhendingu í London í gærkvöldi, en fyrr um helgina hafði hann keppt í kappaksturskeppni meistaranna í Þýskalandi. Vettel varð meistari Formúlu 1 ökumanna í ár og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða. Vettel var kjörinn alþjóðlegur kappakstursmaður ársins af lesendum Autosport, sem er sérhæft breskt kappaksturstímarit og fyrirtækið á bakvið það er einnig með vefsíðuna autosport.com. Tók Vettel við bikar vegna kjörsins á sérstakri athöfn í London í gærkvöldi, þar sem fleiri ökumenn fengu bikar fyrir aðra flokka, m.a. var Jenson Button valinn bestur breskra kappakstursökumanna. Auk þess að mæta á verðlaunaafhendinguna þá keppti Vettel um helgina í keppni meistaranna (Race of Champions), sem fór fram á malbikaðri samhliða kappakstursbraut á fótboltaleikvangi í Þýskalandi. Vettel fagnaði sigri í keppni á milli landa á laugardaginn og ók fyrir hönd Þýskalands ásamt Michael Schumacher. Vettel keppti líka í einstaklingskeppninni daginn eftir, en komst ekki í lokaúrslitin, en rallökumaðurinn Sebastian Olgier vann einstaklingskeppnina. Eftir mótið í Þýskalandi fór Vettel á verðalaunaafhendingu Autosport í London. Vettel vann ellefu mót á Formúlu 1 keppnistímabilinu og náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. „Sögulega séð hafa ekki verið mörg tímabil eins og á þessu ári. Við munum leggja okkur alla fram og reyna að gera betur en í ár. Það verður erfitt þar sem við höfum gert fá mistök og það er ekki auðvelt þegar maður fer á ystu nöf. En auðvitað hlakkar okkur til næsta árs", sagði Vettel umn Formúlu 1 tímabilið á verðlaunafhendingu Autosport í gærkvöldi, en sagt var frá henni í frétt á autosport.com. „Núna hlakkar okkur til þess að fá frí, síðan til næsta árs og samkeppninnar og þegar maður ræsir af stað þá verður markmiðið að vinna. Okkur hefur gengið sérstaklega vel síðustu tvö ár og það yrði furðulegt að fara inn í tímabilið og segja að við viljum bara ná í stig. Það er ljóst að við viljum verja titilinn." „Maður byrjar aldrei tímabil til að ná minni árangri en árið áður. Það eru hlutir sem við náðum ekki 100% á þessu ári. Það komu upp mistök sem við getum lært af og vonandi gerum við það. Vafalaust verður samkeppnin meiri og við höfum séð, sérstaklega hvað varðar McLaren í lok ársins, að Button og Hamilton hafa verið öflugir. Þetta verður því enginn leikur og ég tel ekki að það hafi verið það í ár." Vettel vildi ekki meina að liðið hefði haft yfirburðarbíl í ár, en að Red Bull liðið hefði betur saman en árið áður, en Vettel varð meistari ökumanna í fyrra líka og Red Bull liðið meistari bílasmiða. Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel vill verja Formúlu 1 meistaratitilinn á næsta ári með Red Bull liðinu. Vettel sagði þetta á verðlaunaafhendingu í London í gærkvöldi, en fyrr um helgina hafði hann keppt í kappaksturskeppni meistaranna í Þýskalandi. Vettel varð meistari Formúlu 1 ökumanna í ár og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða. Vettel var kjörinn alþjóðlegur kappakstursmaður ársins af lesendum Autosport, sem er sérhæft breskt kappaksturstímarit og fyrirtækið á bakvið það er einnig með vefsíðuna autosport.com. Tók Vettel við bikar vegna kjörsins á sérstakri athöfn í London í gærkvöldi, þar sem fleiri ökumenn fengu bikar fyrir aðra flokka, m.a. var Jenson Button valinn bestur breskra kappakstursökumanna. Auk þess að mæta á verðlaunaafhendinguna þá keppti Vettel um helgina í keppni meistaranna (Race of Champions), sem fór fram á malbikaðri samhliða kappakstursbraut á fótboltaleikvangi í Þýskalandi. Vettel fagnaði sigri í keppni á milli landa á laugardaginn og ók fyrir hönd Þýskalands ásamt Michael Schumacher. Vettel keppti líka í einstaklingskeppninni daginn eftir, en komst ekki í lokaúrslitin, en rallökumaðurinn Sebastian Olgier vann einstaklingskeppnina. Eftir mótið í Þýskalandi fór Vettel á verðalaunaafhendingu Autosport í London. Vettel vann ellefu mót á Formúlu 1 keppnistímabilinu og náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. „Sögulega séð hafa ekki verið mörg tímabil eins og á þessu ári. Við munum leggja okkur alla fram og reyna að gera betur en í ár. Það verður erfitt þar sem við höfum gert fá mistök og það er ekki auðvelt þegar maður fer á ystu nöf. En auðvitað hlakkar okkur til næsta árs", sagði Vettel umn Formúlu 1 tímabilið á verðlaunafhendingu Autosport í gærkvöldi, en sagt var frá henni í frétt á autosport.com. „Núna hlakkar okkur til þess að fá frí, síðan til næsta árs og samkeppninnar og þegar maður ræsir af stað þá verður markmiðið að vinna. Okkur hefur gengið sérstaklega vel síðustu tvö ár og það yrði furðulegt að fara inn í tímabilið og segja að við viljum bara ná í stig. Það er ljóst að við viljum verja titilinn." „Maður byrjar aldrei tímabil til að ná minni árangri en árið áður. Það eru hlutir sem við náðum ekki 100% á þessu ári. Það komu upp mistök sem við getum lært af og vonandi gerum við það. Vafalaust verður samkeppnin meiri og við höfum séð, sérstaklega hvað varðar McLaren í lok ársins, að Button og Hamilton hafa verið öflugir. Þetta verður því enginn leikur og ég tel ekki að það hafi verið það í ár." Vettel vildi ekki meina að liðið hefði haft yfirburðarbíl í ár, en að Red Bull liðið hefði betur saman en árið áður, en Vettel varð meistari ökumanna í fyrra líka og Red Bull liðið meistari bílasmiða.
Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira