Hundruð manna enn í rústum húsa 24. febrúar 2011 01:00 Gerónýtt heimili Hjónin Murray og Kelly James fyrir utan heimili sitt í Christchurch daginn eftir jarðskjálftann.nordicphotos/AFP Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Hundruð hermanna, lögreglumanna og hjálparstarfsmanna hafa leitað í rústunum í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, sem stundum hefur skilað óvæntum árangri. Mikill fögnuður braust þannig út í gær þegar björgunarmenn náðu Ann Bodkin út úr rústum háhýsis eftir mikið erfiði, því hún lá grafin innan um steypuklumpa og snúin málmstykki. Eiginmaður hennar hafði beðið milli vonar og ótta meðan unnið var að björgun hennar. Svo hittist á að um leið og hún var laus úr rústunum brutust geislar sólarinnar út úr skýjunum, en þungbúið hafði verið fram að því. Varð þá Bob Parker, borgarstjóra í Christchurch, að orði: „Þeir náðu Ann út úr byggingunni og Guð kveikti ljósin.“ Verr fór annars staðar í borginni þar sem fimmtán ára tvíburar, Lizzy og Kent, biðu fyrir utan Canterbury-sjónvarpsstöðina, sjö hæða byggingu þar sem móðir þeirra vann við morgunþátt. Húsið hrundi í jarðskjálftanum en þau reyndu hvað þau gátu að halda í vonina meðan björgunarfólk kannaði aðstæður. Þá kom lögreglukona út úr rústunum, kraup fyrir framan tvíburana og sagði enga von lengur til þess að neinn fyndist á lífi í rústunum. Fimmtán starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru í húsinu og þar voru einnig tíu japanskir skiptinemar ásamt kennurum í tungumálaskóla sem einnig var til húsa í byggingunni. Heilu hverfi borgarinnar eru í rúst eftir jarðskjálftann. Að kvöldi þriðjudags var ákveðið að leggja á útgöngubann yfir nóttina, bæði til þess að tryggja að fólk færi sér ekki að voða á hættulegum stöðum og til þess að koma í veg fyrir þjófnaði. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir innbrot og þjófnaði. Hætta þótti á að ein hæsta bygging borgarinnar, hið 27 hæða Hotel Grand Chancellor, myndi hrynja og var ákveðið að rýma hótelið og næstu tvær húsaraðirnar í kringum það. [email protected] Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Hundruð hermanna, lögreglumanna og hjálparstarfsmanna hafa leitað í rústunum í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, sem stundum hefur skilað óvæntum árangri. Mikill fögnuður braust þannig út í gær þegar björgunarmenn náðu Ann Bodkin út úr rústum háhýsis eftir mikið erfiði, því hún lá grafin innan um steypuklumpa og snúin málmstykki. Eiginmaður hennar hafði beðið milli vonar og ótta meðan unnið var að björgun hennar. Svo hittist á að um leið og hún var laus úr rústunum brutust geislar sólarinnar út úr skýjunum, en þungbúið hafði verið fram að því. Varð þá Bob Parker, borgarstjóra í Christchurch, að orði: „Þeir náðu Ann út úr byggingunni og Guð kveikti ljósin.“ Verr fór annars staðar í borginni þar sem fimmtán ára tvíburar, Lizzy og Kent, biðu fyrir utan Canterbury-sjónvarpsstöðina, sjö hæða byggingu þar sem móðir þeirra vann við morgunþátt. Húsið hrundi í jarðskjálftanum en þau reyndu hvað þau gátu að halda í vonina meðan björgunarfólk kannaði aðstæður. Þá kom lögreglukona út úr rústunum, kraup fyrir framan tvíburana og sagði enga von lengur til þess að neinn fyndist á lífi í rústunum. Fimmtán starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru í húsinu og þar voru einnig tíu japanskir skiptinemar ásamt kennurum í tungumálaskóla sem einnig var til húsa í byggingunni. Heilu hverfi borgarinnar eru í rúst eftir jarðskjálftann. Að kvöldi þriðjudags var ákveðið að leggja á útgöngubann yfir nóttina, bæði til þess að tryggja að fólk færi sér ekki að voða á hættulegum stöðum og til þess að koma í veg fyrir þjófnaði. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir innbrot og þjófnaði. Hætta þótti á að ein hæsta bygging borgarinnar, hið 27 hæða Hotel Grand Chancellor, myndi hrynja og var ákveðið að rýma hótelið og næstu tvær húsaraðirnar í kringum það. [email protected]
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira