Tveggja bóka samningur Yrsu 24. febrúar 2011 10:30 yrsa sigurðardóttir Rithöfundurinn snjalli hefur gert tveggja bóka samning við útgáfurisann Hodder & Stoughton.mynd/kristinn ingvarsson „Þetta eru mikil gleðitíðindi. Það undirstrikar sterka stöðu Yrsu á breskum bókamarkaði að þeir skuli kaupa bók sem þeir hafa ekki séð og vita ekkert um,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld. Breski útgáfurisinn Hodder & Stoughton hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bókinni Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttur en jafnframt fest kaup á væntanlegri glæpasögu hennar um Þóru Guðmundsdóttur lögmann sem er enn ófullgerð og kemur út hér á landi í haust. Hodder hefur áður tryggt sér útgáfurétt á fjórum bókum Yrsu, þar á meðal Auðninni sem kemur út í sumar. Horfðu á mig kemur út í Bretlandi á næsta ári og ófullgerða bókin ári síðar. Hodder hefur áður keypt ófullgerða bók frá Yrsu, en það var Sér grefur gröf, sem dagblaðið The Independent valdi eina af glæpasögum ársins 2009. „Þetta er mjög góður samningur. Hann byggir í raun á sömu forsendum og áður. Þeir keyptu réttinn á fyrstu tveimur bókunum á sínum tíma á miklu uppboði á milli breskra forlaga,“ greinir Pétur Már frá. „Verðið endaði í nokkuð aðlaðandi upphæð fyrir Yrsu og þeir hafa haldið sig við þau kjör síðan. Svo hafa bækurnar verið að fá fantagóða dóma í Englandi og salan hefur staðið undir væntingum þeirra.“ Bækur Yrsu hafa ekki enn náð inn á metsölulista í Bretlandi. Engu að síður hefur hver bók Yrsu þar í landi selst í tugum þúsunda eintaka. - fb Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
„Þetta eru mikil gleðitíðindi. Það undirstrikar sterka stöðu Yrsu á breskum bókamarkaði að þeir skuli kaupa bók sem þeir hafa ekki séð og vita ekkert um,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld. Breski útgáfurisinn Hodder & Stoughton hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bókinni Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttur en jafnframt fest kaup á væntanlegri glæpasögu hennar um Þóru Guðmundsdóttur lögmann sem er enn ófullgerð og kemur út hér á landi í haust. Hodder hefur áður tryggt sér útgáfurétt á fjórum bókum Yrsu, þar á meðal Auðninni sem kemur út í sumar. Horfðu á mig kemur út í Bretlandi á næsta ári og ófullgerða bókin ári síðar. Hodder hefur áður keypt ófullgerða bók frá Yrsu, en það var Sér grefur gröf, sem dagblaðið The Independent valdi eina af glæpasögum ársins 2009. „Þetta er mjög góður samningur. Hann byggir í raun á sömu forsendum og áður. Þeir keyptu réttinn á fyrstu tveimur bókunum á sínum tíma á miklu uppboði á milli breskra forlaga,“ greinir Pétur Már frá. „Verðið endaði í nokkuð aðlaðandi upphæð fyrir Yrsu og þeir hafa haldið sig við þau kjör síðan. Svo hafa bækurnar verið að fá fantagóða dóma í Englandi og salan hefur staðið undir væntingum þeirra.“ Bækur Yrsu hafa ekki enn náð inn á metsölulista í Bretlandi. Engu að síður hefur hver bók Yrsu þar í landi selst í tugum þúsunda eintaka. - fb
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira