Töskurnar eru unnar úr lituðu fiskroði en þeim má smeygja upp á handlegginn.
Litlar samkvæmishandtöskur eftir Arndísi Jóhannsdóttur eru hannaðar á þann veg að hægt er að smeygja þeim upp á handlegginn.
Með veskið á handleggnum hefur daman því höndina lausa, til dæmis til að halda á veitingum og heilsa upp á samkvæmisgesti.
Eldrauð og fín fyrir litaglaða.Töskurnar eru unnar úr íslensku hráefni, lituðu roði og fást í nokkrum litum. Töskurnar er meðal annars að finna í Þjóðminjasafnsbúðinni og Kirsuberjatrénu.