Geislamengun lak úr kjarnorkuverinu 16. mars 2011 00:00 Virðir rústirnar fyrir sér Kona heldur fyrir vitin meðan hún skoðar staðinn þar sem hús hennar stóð í bænum Yamada í norðvesturhluta landsins. fréttablaðið/AP Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag. Konan, sem heitir Sai Abe, var send á sjúkrahús. Hún þjáðist af ofkælingu en virtist ekki hafa hlotið lífshættuleg meiðsli. Yngri manni var einnig bjargað úr rústunum. Talið er að hundruðum, ef ekki þúsundum, manna hafi verið bjargað úr rústunum en líkurnar á að fleiri bjargist þykja orðnar afar litlar. Veður er að kólna og snjókomu er spáð næstu daga á þeim slóðum sem verst urðu úti. Í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima var 140 þúsund manns í gær skipað að halda sig inni við og loka vel dyrum og gluggum til að forðast hættulega geislamengun, sem barst frá verinu eftir að eldur kviknaði í einum kjarnaofna þess. Eldurinn kviknaði í kjarnaofni fjögur, sem vegna viðhalds var ekki í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir á föstudag. Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, kom fram í sjónvarpi í gær og sagði geislun berast frá ofninum beint út í andrúmsloftið. Þegar leið á daginn þótti ljóst að mengunin yrði ekki jafn mikil og óttast var í fyrstu. Atburðirnir í Fukushima hafa ýtt undir efasemdir um öryggi kjarnorkuvera almennt, ekki síst í Evrópu þar sem andstaða við kjarnorku hefur jafnan verið umtalsverð. Tugir þúsunda komu saman í Þýskalandi á mánudag til að krefjast þess að allri kjarnorkuvinnslu þar í landi yrði hætt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær hafa ákveðið að allir kjarnakljúfar í Þýskalandi sem starfræktir hefðu verið í meira en tvo áratugi yrðu tímabundið teknir úr notkun. Þá hefur Evrópusambandið ákveðið að gera álagspróf á öllum kjarnorkuverum í aðildarríkjunum til að ganga úr skugga um hvernig þeim myndi reiða af í náttúruhamförum. Alls eru kjarnorkuver í ESB-ríkjum 149 talsins. Jarðskjálftinn síðastliðinn föstudag mældist 9 stig, samkvæmt útreikningum Bandarísku jarðfræðimiðstöðvarinnar, en ekki 8,9 eins og fyrst var nefnt. Þar með er þetta fjórði öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni síðan 1900 og sá stærsti í sögu Japans síðan mælingar hófust þar fyrir 130 árum. Mögulegt er að álíka stór skjálfti hafi orðið í Japan árið 869 þegar mikil flóðbylgja skall á land á sömu slóðum. [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag. Konan, sem heitir Sai Abe, var send á sjúkrahús. Hún þjáðist af ofkælingu en virtist ekki hafa hlotið lífshættuleg meiðsli. Yngri manni var einnig bjargað úr rústunum. Talið er að hundruðum, ef ekki þúsundum, manna hafi verið bjargað úr rústunum en líkurnar á að fleiri bjargist þykja orðnar afar litlar. Veður er að kólna og snjókomu er spáð næstu daga á þeim slóðum sem verst urðu úti. Í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima var 140 þúsund manns í gær skipað að halda sig inni við og loka vel dyrum og gluggum til að forðast hættulega geislamengun, sem barst frá verinu eftir að eldur kviknaði í einum kjarnaofna þess. Eldurinn kviknaði í kjarnaofni fjögur, sem vegna viðhalds var ekki í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir á föstudag. Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, kom fram í sjónvarpi í gær og sagði geislun berast frá ofninum beint út í andrúmsloftið. Þegar leið á daginn þótti ljóst að mengunin yrði ekki jafn mikil og óttast var í fyrstu. Atburðirnir í Fukushima hafa ýtt undir efasemdir um öryggi kjarnorkuvera almennt, ekki síst í Evrópu þar sem andstaða við kjarnorku hefur jafnan verið umtalsverð. Tugir þúsunda komu saman í Þýskalandi á mánudag til að krefjast þess að allri kjarnorkuvinnslu þar í landi yrði hætt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær hafa ákveðið að allir kjarnakljúfar í Þýskalandi sem starfræktir hefðu verið í meira en tvo áratugi yrðu tímabundið teknir úr notkun. Þá hefur Evrópusambandið ákveðið að gera álagspróf á öllum kjarnorkuverum í aðildarríkjunum til að ganga úr skugga um hvernig þeim myndi reiða af í náttúruhamförum. Alls eru kjarnorkuver í ESB-ríkjum 149 talsins. Jarðskjálftinn síðastliðinn föstudag mældist 9 stig, samkvæmt útreikningum Bandarísku jarðfræðimiðstöðvarinnar, en ekki 8,9 eins og fyrst var nefnt. Þar með er þetta fjórði öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni síðan 1900 og sá stærsti í sögu Japans síðan mælingar hófust þar fyrir 130 árum. Mögulegt er að álíka stór skjálfti hafi orðið í Japan árið 869 þegar mikil flóðbylgja skall á land á sömu slóðum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira