Alþjóðaheilbrigðisdagurinn Guðbjartur Hannesson skrifar 7. apríl 2011 06:00 Hinn sjöunda apríl hvert ár heldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stofndag sinn hátíðlegan með því að vekja athygli á tilteknu þýðingarmiklu heilbrigðismáli. Með þessu móti er þjóðum heims boðið að taka sameiginlega þátt í að vekja athygli á máli sem eflir heilsu okkar. Að þessu sinni hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin til aðgerða gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þótt sýklalyfjaónæmi sé ekki nýtt vandamál er það að verða varasamara en áður. Íslendingar, eins og margar aðrar þjóðir, hafa gripið til aðgerða að undanförnu til að sporna við þessu vandamáli. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að við stöndum ekki í sömu sporum og við gerðum fyrir daga sýklalyfja. Allir þurfa að taka þátt í þessu átaki: Stjórnvöld, almenningur, sjúklingar, læknar sem ávísa sýklalyfjum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, svo sem lyfjafræðingar og lyfjaiðnaðurinn. Veigamest af öllu er að reyna að koma í veg fyrir smit og að hefta dreifingu smitsjúkdóma. Því skiptir þekking almennings á smitvörnum miklu máli og einföld ráð eins og góður handþvottur hafa verulega þýðingu. Ein skýring á útbreiðslu ónæmisins er mikil notkun sýklalyfja. Þótt notkun sýklalyfja tengist útbreiðslu ónæmis er enn margt á huldu um ástæður útbreiðslunnar. Mikilvægt er að koma þekkingu til skila með réttum skilaboðum og viðbrögðum, því sýklalyf gegna mikilvægu hlutverki í meðhöndlun alvarlegra sýkinga. Því er mikilvægt að þau séu notuð á ábyrgan hátt og á réttum forsendum. Enginn dregur í efa gildi þeirra þegar þeirra er þörf. Aðgerðartengdar sýkingar í heilbrigðisþjónustunni eru sérstakt vandamál sem tengist sjúkrahúsum, heilsugæslu og læknastofum. Séu slíkar sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla eykur það enn á vandann og ógnar heilsu sjúklinga með auknum kostnaði vegna dýrra sýklalyfja og lengri dvalartíma á sjúkrastofnunum. Á Íslandi er hvatt til þess að sýklalyf séu notuð með ábyrgum hætti. Lögð er áhersla á sýkingavarnir á heilbrigðisstofnunum og fylgst er með tíðni sýkinga sem tengjast heilbrigðisþjónustunni. Einnig er fylgst með notkun sýklalyfja innan stofnana og utan í því skyni að greina þróunina og hvernig hún tengist myndun sýklalyfjaónæmis. Upplýsingar um notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmi geta gagnast læknum sem ávísa þessum lyfjum. Á undanförnum árum hefur nokkur árangur náðst við að beina notkun sýklalyfja meðal barna og ungmenna á betri veg. Unnt er að bólusetja gegn mörgum bakteríu- og veirusýkingum, sem leiðir til fækkunar sjúkdómstilvika og minnkandi notkunar sýklalyfja. Þess er vænst að bólusetning ungbarna gegn sýkingum af völdum pneumókokka, svo sem eyrnabólgu, sem hefst í þessum mánuði, dragi úr notkun sýklalyfja og þar með líkum á útbreiðslu fjölónæmra sýkla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hinn sjöunda apríl hvert ár heldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stofndag sinn hátíðlegan með því að vekja athygli á tilteknu þýðingarmiklu heilbrigðismáli. Með þessu móti er þjóðum heims boðið að taka sameiginlega þátt í að vekja athygli á máli sem eflir heilsu okkar. Að þessu sinni hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin til aðgerða gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þótt sýklalyfjaónæmi sé ekki nýtt vandamál er það að verða varasamara en áður. Íslendingar, eins og margar aðrar þjóðir, hafa gripið til aðgerða að undanförnu til að sporna við þessu vandamáli. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að við stöndum ekki í sömu sporum og við gerðum fyrir daga sýklalyfja. Allir þurfa að taka þátt í þessu átaki: Stjórnvöld, almenningur, sjúklingar, læknar sem ávísa sýklalyfjum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, svo sem lyfjafræðingar og lyfjaiðnaðurinn. Veigamest af öllu er að reyna að koma í veg fyrir smit og að hefta dreifingu smitsjúkdóma. Því skiptir þekking almennings á smitvörnum miklu máli og einföld ráð eins og góður handþvottur hafa verulega þýðingu. Ein skýring á útbreiðslu ónæmisins er mikil notkun sýklalyfja. Þótt notkun sýklalyfja tengist útbreiðslu ónæmis er enn margt á huldu um ástæður útbreiðslunnar. Mikilvægt er að koma þekkingu til skila með réttum skilaboðum og viðbrögðum, því sýklalyf gegna mikilvægu hlutverki í meðhöndlun alvarlegra sýkinga. Því er mikilvægt að þau séu notuð á ábyrgan hátt og á réttum forsendum. Enginn dregur í efa gildi þeirra þegar þeirra er þörf. Aðgerðartengdar sýkingar í heilbrigðisþjónustunni eru sérstakt vandamál sem tengist sjúkrahúsum, heilsugæslu og læknastofum. Séu slíkar sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla eykur það enn á vandann og ógnar heilsu sjúklinga með auknum kostnaði vegna dýrra sýklalyfja og lengri dvalartíma á sjúkrastofnunum. Á Íslandi er hvatt til þess að sýklalyf séu notuð með ábyrgum hætti. Lögð er áhersla á sýkingavarnir á heilbrigðisstofnunum og fylgst er með tíðni sýkinga sem tengjast heilbrigðisþjónustunni. Einnig er fylgst með notkun sýklalyfja innan stofnana og utan í því skyni að greina þróunina og hvernig hún tengist myndun sýklalyfjaónæmis. Upplýsingar um notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmi geta gagnast læknum sem ávísa þessum lyfjum. Á undanförnum árum hefur nokkur árangur náðst við að beina notkun sýklalyfja meðal barna og ungmenna á betri veg. Unnt er að bólusetja gegn mörgum bakteríu- og veirusýkingum, sem leiðir til fækkunar sjúkdómstilvika og minnkandi notkunar sýklalyfja. Þess er vænst að bólusetning ungbarna gegn sýkingum af völdum pneumókokka, svo sem eyrnabólgu, sem hefst í þessum mánuði, dragi úr notkun sýklalyfja og þar með líkum á útbreiðslu fjölónæmra sýkla.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun