Leitaði sér aðstoðar til Þýskalands vegna stams 10. maí 2011 09:00 „Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta," segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýsingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig alltof alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga," segir Arnar. „Mér finnst alltof margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu." Í The King"s Speech fer aðalpersónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka einmitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við einhverja sem geta hjálpað," greinir hann frá. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast." Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk talaði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar." Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks-auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust," segir Arnar hress. [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta," segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýsingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig alltof alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga," segir Arnar. „Mér finnst alltof margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu." Í The King"s Speech fer aðalpersónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka einmitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við einhverja sem geta hjálpað," greinir hann frá. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast." Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk talaði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar." Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks-auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust," segir Arnar hress. [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira