Neytendasamtökin hafa í tvígang ítrekað við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að reglugerð um kjöt og kjötvörur skuli endurskoðuð. Er það gert í ljósi gæðakönnunar sem birt var í mars árið 2010 á nautahakki. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu.
Gæðakönnunin leiddi í ljós að í sex tilvikum af átta var viðbætt vatn í nautakjötinu og þar oftast notaðar kartöflutrefjar til að binda vatnið.
Ár er liðið frá því Neytendasamtökin skrifuðu ráðherra síðast um málið. Ekkert svar hefur borist, segir Neytendablaðið.- sv

