Lögreglan í Los Angeles og Philadelphiu réðust á búðir mótmælendahreyfingarinnar Occupy Wall Street í gær til að rýma búðirnar, sem voru orðnar þær stærstu í Bandaríkjunum eftir að lögreglan í New York og fleiri borgum hafði fjarlægt búðir mótmælenda þar.
Aðgerðir lögreglunnar komu eftir að frestur, sem mótmælendum í Los Angeles og Philadelphiu hafði verið gefinn til að rýma búðirnar, var runninn út.- gb
Búðir mótmælenda rýmdar
