Segja „óraunhæfa“ tillögu vonbrigði 13. desember 2011 03:00 Tómas H. heiðar „Tillagan var algjörlega óraunhæf, fól í sér skref aftur á bak frá undanförnum fundum og olli íslenskum stjórnvöldum því miklum vonbrigðum,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslendinga í viðræðum um makrílveiðar, um tillögu ESB og Noregs varðandi veiðarnar. Fulltrúar Íslands funduðu með fulltrúum ESB, Noregs og Færeyja í Clonakilty á Írlandi 6.-9. desember. Þar lögðu ESB og Noregur fram tillögu um skiptingu aflaheimilda milli strandríkjanna fjögurra. „Í ljósi þess að ekki virtist mögulegt að ná samkomulagi um framtíðarstjórnun makrílveiðanna lagði Ísland til bráðabirgðalausn í því skyni að tryggja verndun stofnsins. Fólst hún í því að aðilar myndu virða ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfilegan heildarafla ársins 2012, 639.000 tonn, og halda núverandi hlutdeild sinni í veiðunum,“ segir Tómas sem kveður hinar þjóðirnar ekki hafa fallist á þetta. Þetta segir Tómas þýða að hlutdeild Íslands í makrílveiðunum á næsta ári verði óbreytt, um 16 prósent. Íslensk stjórnvöld leggi áfram ríka áherslu á að ná samkomulagi um stjórnun makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar og koma í veg fyrir frekari ofveiði úr stofninum. „Náist samkomulag aðila á næstunni verður framangreind ákvörðun að sjálfsögðu tekin til endurskoðunar.“- gar Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
„Tillagan var algjörlega óraunhæf, fól í sér skref aftur á bak frá undanförnum fundum og olli íslenskum stjórnvöldum því miklum vonbrigðum,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslendinga í viðræðum um makrílveiðar, um tillögu ESB og Noregs varðandi veiðarnar. Fulltrúar Íslands funduðu með fulltrúum ESB, Noregs og Færeyja í Clonakilty á Írlandi 6.-9. desember. Þar lögðu ESB og Noregur fram tillögu um skiptingu aflaheimilda milli strandríkjanna fjögurra. „Í ljósi þess að ekki virtist mögulegt að ná samkomulagi um framtíðarstjórnun makrílveiðanna lagði Ísland til bráðabirgðalausn í því skyni að tryggja verndun stofnsins. Fólst hún í því að aðilar myndu virða ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfilegan heildarafla ársins 2012, 639.000 tonn, og halda núverandi hlutdeild sinni í veiðunum,“ segir Tómas sem kveður hinar þjóðirnar ekki hafa fallist á þetta. Þetta segir Tómas þýða að hlutdeild Íslands í makrílveiðunum á næsta ári verði óbreytt, um 16 prósent. Íslensk stjórnvöld leggi áfram ríka áherslu á að ná samkomulagi um stjórnun makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar og koma í veg fyrir frekari ofveiði úr stofninum. „Náist samkomulag aðila á næstunni verður framangreind ákvörðun að sjálfsögðu tekin til endurskoðunar.“- gar
Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira