Njarðvík nálægt því að vinna meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2011 21:01 Jón Ólafur Jónsson í leik með Snæfelli. Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld, 92-91. Njarðvík var með sjö stiga foruystu, 89-82, þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. En Snæfellingar skoruðu tíu stig í röð og náðu þriggja stiga forystu. Lárus Jónsson náði að klóra í bakkann með tveggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir úr Njarðvík ekki. Staðan í hálfleik var 47-46, Snæfelli í við og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Jón Ólafur Jónsson fór á kostum í liði heimamanna og skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 22. Christopher Smith var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 30 stig en Friðrik Stefánsson skoraði fjórtán. Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari Njarðvíkur fyrr í mánuðinum og Magnús Þór Gunnarsson skipti yfir í Keflavík stuttu síðar. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við þjálfun liðsins og tapaði það fyrir ÍR á heimavelli í fyrsta leik þeirra um síðustu helgi. Njarðvík vann Snæfell í þriðju umferð deildarinnar í haust og hefur síðan þá aðeins unnið tvo deildarleiki af ellefu. Snæfell endurheimti með sigrinum toppsæti deildarinnar og er með 24 stig, rétt eins og Keflavík. Njarðvík er í næstneðsta sæti með átta stig.Fjölnir lagði Hamar Fjölnir gerði góða ferð til Hveragerðis og vann Hamar, 80-73. Hamarsmenn byrjuðu betur og voru með góða forystu eftir fyrri hálfleik, 43-32. En Fjölnismenn sneru leiknum sér í vil með því að skora 29 stig gegn þrettán í þriðja leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að halda forystunni allt til loka þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók átján fráköst. Magni Hafsteinsson kom næstur með 21 stig. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson stigahæstur með sautján stig en Ellert Arnarson skoraði fimmtán.Sigur hjá ÍR gegn KFÍ ÍR vann KFÍ, 92-82, og fylgdi þar með eftir góðum sigri á Njarðvík um síðustu helgi. Liðið er nú komið upp að hlið Hamars og Fjölnis í 8.-10. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í leiknum snemma í leiknum og héltu því allt til leiksloka. Staðan í hálfleik var 47-42. Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR og James Bartolotta sextán. Hjá KFÍ voru Darco Milosevic og Craig Schoen stigahæstir með sextán stig hvor. KFÍ er enn í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.Úrslitin í kvöldHamar-Fjölnir 73-80 (22-18, 21-14, 13-29, 17-19)Hamar: Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, Andre Dabney 10/4 fráköst, Nerijus Taraskus 9, Svavar Páll Pálsson 5/14 fráköst, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/9 fráköst.Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 29/18 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 6/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3, Sindri Kárason 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2.Snæfell-Njarðvík 92-91 (25-18, 22-26, 15-19, 30-28)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22/6 stoðsendingar, Sean Burton 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 6/12 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst.Njarðvík: Christopher Smith 30/7 fráköst/3 varin skot, Friðrik E. Stefánsson 14/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Egill Jónasson 11, Jóhann Árni Ólafsson 7/10 fráköst, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Lárus Jónsson 3/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.ÍR-KFÍ 92-82 (27-23, 20-19, 18-21, 27-19)ÍR: Nemanja Sovic 27/6 fráköst, Kelly Biedler 16/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, James Bartolotta 16, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 10, Sveinbjörn Claesson 6, Níels Dungal 4.KFÍ: Darco Milosevic 16/8 fráköst, Craig Schoen 16/4 fráköst, Marco Milicevic 15/5 stoðsendingar, Richard McNutt 13/7 fráköst, Nebojsa Knezevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 6, Carl Josey 4. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld, 92-91. Njarðvík var með sjö stiga foruystu, 89-82, þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. En Snæfellingar skoruðu tíu stig í röð og náðu þriggja stiga forystu. Lárus Jónsson náði að klóra í bakkann með tveggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir úr Njarðvík ekki. Staðan í hálfleik var 47-46, Snæfelli í við og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Jón Ólafur Jónsson fór á kostum í liði heimamanna og skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 22. Christopher Smith var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 30 stig en Friðrik Stefánsson skoraði fjórtán. Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari Njarðvíkur fyrr í mánuðinum og Magnús Þór Gunnarsson skipti yfir í Keflavík stuttu síðar. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við þjálfun liðsins og tapaði það fyrir ÍR á heimavelli í fyrsta leik þeirra um síðustu helgi. Njarðvík vann Snæfell í þriðju umferð deildarinnar í haust og hefur síðan þá aðeins unnið tvo deildarleiki af ellefu. Snæfell endurheimti með sigrinum toppsæti deildarinnar og er með 24 stig, rétt eins og Keflavík. Njarðvík er í næstneðsta sæti með átta stig.Fjölnir lagði Hamar Fjölnir gerði góða ferð til Hveragerðis og vann Hamar, 80-73. Hamarsmenn byrjuðu betur og voru með góða forystu eftir fyrri hálfleik, 43-32. En Fjölnismenn sneru leiknum sér í vil með því að skora 29 stig gegn þrettán í þriðja leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að halda forystunni allt til loka þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók átján fráköst. Magni Hafsteinsson kom næstur með 21 stig. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson stigahæstur með sautján stig en Ellert Arnarson skoraði fimmtán.Sigur hjá ÍR gegn KFÍ ÍR vann KFÍ, 92-82, og fylgdi þar með eftir góðum sigri á Njarðvík um síðustu helgi. Liðið er nú komið upp að hlið Hamars og Fjölnis í 8.-10. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í leiknum snemma í leiknum og héltu því allt til leiksloka. Staðan í hálfleik var 47-42. Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR og James Bartolotta sextán. Hjá KFÍ voru Darco Milosevic og Craig Schoen stigahæstir með sextán stig hvor. KFÍ er enn í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.Úrslitin í kvöldHamar-Fjölnir 73-80 (22-18, 21-14, 13-29, 17-19)Hamar: Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, Andre Dabney 10/4 fráköst, Nerijus Taraskus 9, Svavar Páll Pálsson 5/14 fráköst, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/9 fráköst.Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 29/18 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 6/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3, Sindri Kárason 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2.Snæfell-Njarðvík 92-91 (25-18, 22-26, 15-19, 30-28)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22/6 stoðsendingar, Sean Burton 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 6/12 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst.Njarðvík: Christopher Smith 30/7 fráköst/3 varin skot, Friðrik E. Stefánsson 14/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Egill Jónasson 11, Jóhann Árni Ólafsson 7/10 fráköst, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Lárus Jónsson 3/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.ÍR-KFÍ 92-82 (27-23, 20-19, 18-21, 27-19)ÍR: Nemanja Sovic 27/6 fráköst, Kelly Biedler 16/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, James Bartolotta 16, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 10, Sveinbjörn Claesson 6, Níels Dungal 4.KFÍ: Darco Milosevic 16/8 fráköst, Craig Schoen 16/4 fráköst, Marco Milicevic 15/5 stoðsendingar, Richard McNutt 13/7 fráköst, Nebojsa Knezevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 6, Carl Josey 4.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira