Alonso býst ekki við framförum í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2012 23:15 Alonso er ekki ánægður með bílinn sem Ferrari liðið skaffar honum í ár. Í malargryfjuna fór hann í tímatökum fyrir ástralska kappaksturinn. nordicphotos/afp Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska. Eins og greint hefur verið frá á Ferrari í miklu basli með bíl sinn í ár. Nýjasta árgerð þess rauða hefur alls ekki reynst nógu góður. Alonso býst því ekki við auðveldara móti í Malasíu. "Í Malasíu munum við aftur þurfa að verjast í kappakstrinum," lét Alonso hafa eftir sér á vefsíðu Ferrari. "Það er ekki við neinu öðru að búast því engar uppfærslur verða á bílnum frá því í Melbourne." Alonso lauk kappakstrinum í Ástralíu í fimmta sæti eftir að hafa haldið Pastor Maldonado á Williams bíl fyrir aftan sig síðasta þriðjung keppninar. Þá mun liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, fá nýjan bíl til umráða í Malasíu. Liðið mun senda þann sem Massa notaði í Ástralíu aftur til Ítalíu svo hægt sé að rannsaka hvað olli virkilega slökum árangri hans í Melbourne. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska. Eins og greint hefur verið frá á Ferrari í miklu basli með bíl sinn í ár. Nýjasta árgerð þess rauða hefur alls ekki reynst nógu góður. Alonso býst því ekki við auðveldara móti í Malasíu. "Í Malasíu munum við aftur þurfa að verjast í kappakstrinum," lét Alonso hafa eftir sér á vefsíðu Ferrari. "Það er ekki við neinu öðru að búast því engar uppfærslur verða á bílnum frá því í Melbourne." Alonso lauk kappakstrinum í Ástralíu í fimmta sæti eftir að hafa haldið Pastor Maldonado á Williams bíl fyrir aftan sig síðasta þriðjung keppninar. Þá mun liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, fá nýjan bíl til umráða í Malasíu. Liðið mun senda þann sem Massa notaði í Ástralíu aftur til Ítalíu svo hægt sé að rannsaka hvað olli virkilega slökum árangri hans í Melbourne.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira