Skotsýning hjá íslensku stelpunum og 27 stiga stórsigur á Noregi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2012 17:27 Helena Sverrisdóttir. Mynd/Anton Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar mjög vel á Norðurlandamótinu í Noregi því Ísland vann 27 stiga sigur á Noregi í opnunarleik mótsins, 82-55, sem jafnframt var fyrsti leikur A-landsliðs kvenna í körfubolta í 999 daga og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar. Íslenska liðið gerðu nánast út um leikinn með sannkallaðari skotsýningu í þriðja leikhlutanum þar sem að stelpurnar settu niður sjö þriggja stiga skot og unnu leikhlutann 27-7. Íslenska liðið skoraði alls þrettán þriggja stiga körfur í leiknum. Helena Sverrisdóttir fór fyrir íslenska liðinu í sínum fyrsta landsleik sem aðalfyrirliði en Helena endaði með 20 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hildur Sigurðardóttir var síðan með 11 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 9 stig. Petrúnella Skúladóttir skoraði tvo þrista í upphafi leiks og hjálpaði íslenska liðinu að komast í 8-4. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 20-16 og náði síðan mest tíu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum (31-21). Íslensku stelpurnar leiddu með sex stigum, 37-31, þegar kom að hálfleiknum. Helena Sverrisdóttir skoraði 10 stig í fyrri hálfleiknum (4 fráköst og 4 stoðsendingar) og þær Petrúnella og María Ben Erlingsdóttir voru með 8 stig hvor. Hildur Sigurðardóttir (2) og Pálína Gunnlaugsdóttir hófu þriðja leikhlutann á því að setja niður þrista og íslenska liðið var komið 13 stigum yfir, 48-35, þegar þriðji leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Stelpurnar hittu á endanum úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum, unnu hann 27-7 og voru 26 stigum yfir fyrir fjórða leikhlutann, 64-38. Fjórði leikhlutinn var formsatriði en íslenska liðið gaf ekkert eftir og Sverrir Þór gat hvílt lykilmenn fyrir átök morgundagsins þar sem íslenska liðið spilar tvo leiki, við Svía og Dani.Ísland - Noregur 82-55 (37-21)Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 20 (9 fráköst, 6 stoðsendingar), Hildur Sigurðardóttir 11 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálína Gunnlaugsdóttir 9, María Ben Erlingsdóttir 8 (6 frák.), Petrúnella Skúladóttir 8 (6 frák.), Hafrún Hálfdánardóttir 5, Ólöf Helga Pálsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4, Margrét Kara Sturludóttir 4 (5 frák.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4 (4 stoðs.),Helga Einarsdóttir 4. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar mjög vel á Norðurlandamótinu í Noregi því Ísland vann 27 stiga sigur á Noregi í opnunarleik mótsins, 82-55, sem jafnframt var fyrsti leikur A-landsliðs kvenna í körfubolta í 999 daga og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar. Íslenska liðið gerðu nánast út um leikinn með sannkallaðari skotsýningu í þriðja leikhlutanum þar sem að stelpurnar settu niður sjö þriggja stiga skot og unnu leikhlutann 27-7. Íslenska liðið skoraði alls þrettán þriggja stiga körfur í leiknum. Helena Sverrisdóttir fór fyrir íslenska liðinu í sínum fyrsta landsleik sem aðalfyrirliði en Helena endaði með 20 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hildur Sigurðardóttir var síðan með 11 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 9 stig. Petrúnella Skúladóttir skoraði tvo þrista í upphafi leiks og hjálpaði íslenska liðinu að komast í 8-4. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 20-16 og náði síðan mest tíu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum (31-21). Íslensku stelpurnar leiddu með sex stigum, 37-31, þegar kom að hálfleiknum. Helena Sverrisdóttir skoraði 10 stig í fyrri hálfleiknum (4 fráköst og 4 stoðsendingar) og þær Petrúnella og María Ben Erlingsdóttir voru með 8 stig hvor. Hildur Sigurðardóttir (2) og Pálína Gunnlaugsdóttir hófu þriðja leikhlutann á því að setja niður þrista og íslenska liðið var komið 13 stigum yfir, 48-35, þegar þriðji leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Stelpurnar hittu á endanum úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum, unnu hann 27-7 og voru 26 stigum yfir fyrir fjórða leikhlutann, 64-38. Fjórði leikhlutinn var formsatriði en íslenska liðið gaf ekkert eftir og Sverrir Þór gat hvílt lykilmenn fyrir átök morgundagsins þar sem íslenska liðið spilar tvo leiki, við Svía og Dani.Ísland - Noregur 82-55 (37-21)Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 20 (9 fráköst, 6 stoðsendingar), Hildur Sigurðardóttir 11 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálína Gunnlaugsdóttir 9, María Ben Erlingsdóttir 8 (6 frák.), Petrúnella Skúladóttir 8 (6 frák.), Hafrún Hálfdánardóttir 5, Ólöf Helga Pálsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4, Margrét Kara Sturludóttir 4 (5 frák.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4 (4 stoðs.),Helga Einarsdóttir 4.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira