Einari Daða Lárussyni gekk ekki nóg vel í annarri greininni í röð í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í frjálsum í Finnlandi þegar hann fór bara yfir 4,60 metra í stangarstökkinu. Einar Daði er í 12. sæti eftir átta greinar með 6354 stig.
Einar Daði byrjaði á því að fella 4,30 metra í fyrstu tilraun en fór yfir þá hæð í annarri tilraun. Hann fór síðan yfir 4,40 metra, 4,50 metra og 4,60 metra í fyrstu tilraun áður en hann felldi 4,70 metra þrisvar sinnum.
Einar Daði fór yfir 4,77 metra á alþjóðlegamótinu í Kladno í Téklandi í byrjun mánaðarins og fékk þá 840 stig eða 50 stigum meira en í dag. Hann er því þegar með 167 stigum færra en í þrautinni í Tékklandi sem er hans besta á ferlinum.
Einar Daði byrjaði daginn í 9. sæti en er nú kominn niður í tólfta sætið þegar tvær greinar eru eftir. Spjótkastið er ekki sterkasta grein Einars Daða og því gæti hann dottið neðar á listanum.
Einar Daði kominn niður í tólfta sæti - tvær greinar eftir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti