Hamilton verður á ráspól í Ungverjalandi Birgir Þór Harðarson skrifar 28. júlí 2012 13:20 Efstu þrír verða Hamilton, Grosjean og Vettel. nordicphotos/afp Lewis Hamilton á McLaren mun ræsa á ráspól í ungverska kappakstrinum á morgun. Hamilton var heilum fjórum tíundu úr sekúndu á undan Romain Grosjean á Lotus. Romain hefur aldrei ræst ofar í Formúlu 1. Sebastian Vettel var í örlitlum vandræðum í Red Bull-bílnum sínum og það var ekki fyrr en hann komst á mýkri dekkin og í síðustu umferð tímatökunnar sem hann sýndi raunverulegan hraða bílsins. Vettel þurfti þó að taka á öllu sínu til að kreista það út. Liðsfélagi Hamiltons, Jenson Button, fann ekki gripið sem greinilega er að finna í McLaren-bílnum og ræsir fjórði á undan Kimi Raikkönen á Lotus. Ferrari-félagarnir Fernando Alonso og Felipe Massa munu ræsa í sjötta og sjöunda sæti. Massa var næstum því búinn að skáka liðsfélaga sínum í fyrsta sinn í ár. Alonso tók það samt greinilega ekki í mál. Alonso átti þó í svipuðum vandræðum og Vettel, þurfti að kreista allt það sem hann gat út úr bílnum. Þeir Pastor Maldonado og Bruno Senna á Williams munu ræsa í áttunda og níunda sæti. Þetta er í fyrsta sinn í ár sem þeir eru báðir í síðustu lotu tímatökunnar. Mark Webber á Red Bull komst ekki upp úr annari lotu og ræsir ellefti. Báðir Mercedes-bílarnir komustu heldur ekki upp úr annari lotu. Nico Rosberg ræsir þrettándi og Michael Schumacher sautjándi. Alonso þarf að nýta kappaksturinn á morgun til að halda forystu sinni í heimsmeistaraslagnum. Sjötta sætið í ræsingu er ekki vel til þess fallið en Alonso hefur áður sýnt að hann er í raun göldróttur við stýrið. Það er því von á flugeldasýningu í kappakstrinum á morgun sem hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Rásröðin í ungverska kappakstrinum nr.ÖkuþórBíll / VélTímiBil1Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'20.953-2Romain GrosjeanLotus/Renault1'21.3660.4133Sebastian VettelRed Bull/Renault1'21.4160.4634Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'21.5830.635Kimi RäikkönenLotus/Renault1'21.7300.7776Fernando AlonsoFerrari1'21.8440.8917Felipe MassaFerrari1'21.9000.9478Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'21.9390.9869Bruno SennaWilliams/Renault1'22.3431.3910Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'22.8471.89411Mark WebberRed Bull/Renault1'21.7150.76212Paul Di RestaForce India/Mercedes1'21.8130.8613Nico RosbergMercedes1'21.8950.94214Sergio PérezSauber/Ferrari1'21.8950.94215Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'22.3001.34716Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'22.3801.42717M.SchumacherMercedes1'22.7231.7718Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'23.2502.29719H.KovalainenCaterham/Renault1'23.5762.62320Vitaly PetrovCaterham/Renault1'24.1673.21421Charles PicMarussia/Cosworth1'25.2444.29122Timo GlockMarussia/Cosworth1'25.4764.52323Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'25.9164.96324N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'26.1785.225 Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren mun ræsa á ráspól í ungverska kappakstrinum á morgun. Hamilton var heilum fjórum tíundu úr sekúndu á undan Romain Grosjean á Lotus. Romain hefur aldrei ræst ofar í Formúlu 1. Sebastian Vettel var í örlitlum vandræðum í Red Bull-bílnum sínum og það var ekki fyrr en hann komst á mýkri dekkin og í síðustu umferð tímatökunnar sem hann sýndi raunverulegan hraða bílsins. Vettel þurfti þó að taka á öllu sínu til að kreista það út. Liðsfélagi Hamiltons, Jenson Button, fann ekki gripið sem greinilega er að finna í McLaren-bílnum og ræsir fjórði á undan Kimi Raikkönen á Lotus. Ferrari-félagarnir Fernando Alonso og Felipe Massa munu ræsa í sjötta og sjöunda sæti. Massa var næstum því búinn að skáka liðsfélaga sínum í fyrsta sinn í ár. Alonso tók það samt greinilega ekki í mál. Alonso átti þó í svipuðum vandræðum og Vettel, þurfti að kreista allt það sem hann gat út úr bílnum. Þeir Pastor Maldonado og Bruno Senna á Williams munu ræsa í áttunda og níunda sæti. Þetta er í fyrsta sinn í ár sem þeir eru báðir í síðustu lotu tímatökunnar. Mark Webber á Red Bull komst ekki upp úr annari lotu og ræsir ellefti. Báðir Mercedes-bílarnir komustu heldur ekki upp úr annari lotu. Nico Rosberg ræsir þrettándi og Michael Schumacher sautjándi. Alonso þarf að nýta kappaksturinn á morgun til að halda forystu sinni í heimsmeistaraslagnum. Sjötta sætið í ræsingu er ekki vel til þess fallið en Alonso hefur áður sýnt að hann er í raun göldróttur við stýrið. Það er því von á flugeldasýningu í kappakstrinum á morgun sem hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Rásröðin í ungverska kappakstrinum nr.ÖkuþórBíll / VélTímiBil1Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'20.953-2Romain GrosjeanLotus/Renault1'21.3660.4133Sebastian VettelRed Bull/Renault1'21.4160.4634Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'21.5830.635Kimi RäikkönenLotus/Renault1'21.7300.7776Fernando AlonsoFerrari1'21.8440.8917Felipe MassaFerrari1'21.9000.9478Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'21.9390.9869Bruno SennaWilliams/Renault1'22.3431.3910Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'22.8471.89411Mark WebberRed Bull/Renault1'21.7150.76212Paul Di RestaForce India/Mercedes1'21.8130.8613Nico RosbergMercedes1'21.8950.94214Sergio PérezSauber/Ferrari1'21.8950.94215Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'22.3001.34716Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'22.3801.42717M.SchumacherMercedes1'22.7231.7718Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'23.2502.29719H.KovalainenCaterham/Renault1'23.5762.62320Vitaly PetrovCaterham/Renault1'24.1673.21421Charles PicMarussia/Cosworth1'25.2444.29122Timo GlockMarussia/Cosworth1'25.4764.52323Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'25.9164.96324N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'26.1785.225
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira