Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir vímuefnasjúklinga sem leita sér hjálpar vegna mikillar neyslu kannabisefna, oft vera „afar illa á sig komna". Þá séu þeir oft næstum „óvirkir samfélagsþegnar", þ.e. einangraðir og staðnaðir, eftir langavarandi neyslu og langan tíma taki fyrir þá að ná bata, en í ársskýrslu lögreglunnar, sem kom út í síðasta mánuði, kemur fram að lögreglan finni sterklega fyrir „linnulausum áróðri“ um skaðleysi kannabisefna.
Gunnar Smári er gestur í nýjasta þætti Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti á viðskiptavef Vísis, en þar er ítarlega rætt um efnahagsleg áhrif vímuefnasýki á íslenskt samfélag, sem og aðrar hliðar vímuefnavandans.
Gunnar Smári segir að sá vandi sem sé hvað mest vaxandi í heiminum þegar kemur að vímuefnum, sé læknadópið, þ.e. ofneysla á ýmsum lyfjum sem fást í lyfjaverslunum. „Að baki þessari baráttu eru mikil peningaöfl, sem berjast baki brotnu við að halda sínu á markaðnum," segir Gunnar Smári og vitnar meðal annars til afþreyingariðnaðarins í Bandaríkjunum. „Það eru leikarar sem sérhæfa sig sérstaklega í því að vera „stoned" og ýmsar vörur eru sérstaklega markaðssettar til þess að ná til ungra vímuefnasjúklinga, ekki síst þeirra sem neyta kannabisefna [...] Ég held að það deili engin um það, sem hefur kynnt sér málin, að [kannabis] efnin eru stórskaðleg" segir Gunnar Smári.
Sjá má ítarlegt viðtal við Gunnar Smára í Klinkinu, hér.
Gunnar Smári: Mikil barátta við „peningaöfl“ í lyfjaiðnaði
Magnús Halldórsson skrifar

Mest lesið

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli
Viðskipti erlent

Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung
Viðskipti innlent



Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða
Viðskipti erlent
