Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, skrifar pistil inn á heimasíðu sína í dag, www.siggiraggi.is, þar sem hann fer yfir árangur íslensk íþróttafólks miðað við það sem ríkið greiðir í afrekssjóð ÍSÍ.
„Ríkið greiddi 34.7 milljónir í afrekssjóð ÍSÍ á þessu ári til að styrkja besta íþróttafólkið okkar. Það búa um 320.000 manns á Íslandi, það gerir c.a. 109 krónur á mann. Hvað fengum við fyrir þessar 109 krónur?," byrjar Sigurður Ragnar pistilinn sinn og spyr síðan: „Hvers virði eru afreksíþróttir á Íslandi? Hversu mikilvægar eru þær? Finnst okkur 109 krónur nóg?"
„Þú færð aðeins lítið brot af því sem við getum áorkað sem íþróttaþjóð. Við getum gert svo miklu miklu betur. Búum til fleiri móment eins og sést í vídeóinu hér að neðan. Búum til fleira afreksíþróttafólk í fremstu röð. Aukum stuðning okkar við afreksíþróttir á Íslandi," svarar Sigurður Ragnar í lok pistils síns en það er hægt að sjá hann allan með því að smella hér.
Pistill frá Sigga Ragga: Hvað færðu fyrir 109 krónur?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
