Bottas og Maldonado aka fyrir Williams 2013 28. nóvember 2012 16:15 Valtteri Bottas er nýr ökumaður Williams. Nordic Photos / Getty Images Valtteri Bottas, ungur Finni sem hefur undanfarið reynsluekið fyrir Williams-liðið í Formúlu 1, hefur verið ráðinn sem keppnisökuþór liðsins á næsta ári. Þar mun hann aka við hlið Pastor Maldonado. Bottas stóð sig frábærlega á þeim föstudagsæfingum sem hann fékk að aka í sumar. Fimmtán sinnum í sumar fékk þessi 23 ára gamli ökuþór bílinn frá Bruno Senna. Senna hverfur á braut og hefur ekki fengið keppnissamning í Formúlu 1 á næsta ári. Bottas varð meistari í GP3 árið 2011 og segir draum sinn vera að rætast. „Það hefur verið lífsdraumur minn að aka í Formúlu 1," sagði hann. „Og að gera það með goðsagnakenndu liði er mjög sérstakt fyrir mig." Frank Williams, eigandi Williams-liðsins, segist vera mjög spenntur fyrir næsta tímabili. „Maldonado og Bottas eru tveir af efnilegustu ökuþórum í heimi og það verður spennandi að fylgjast með næsta tímabili." Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Valtteri Bottas, ungur Finni sem hefur undanfarið reynsluekið fyrir Williams-liðið í Formúlu 1, hefur verið ráðinn sem keppnisökuþór liðsins á næsta ári. Þar mun hann aka við hlið Pastor Maldonado. Bottas stóð sig frábærlega á þeim föstudagsæfingum sem hann fékk að aka í sumar. Fimmtán sinnum í sumar fékk þessi 23 ára gamli ökuþór bílinn frá Bruno Senna. Senna hverfur á braut og hefur ekki fengið keppnissamning í Formúlu 1 á næsta ári. Bottas varð meistari í GP3 árið 2011 og segir draum sinn vera að rætast. „Það hefur verið lífsdraumur minn að aka í Formúlu 1," sagði hann. „Og að gera það með goðsagnakenndu liði er mjög sérstakt fyrir mig." Frank Williams, eigandi Williams-liðsins, segist vera mjög spenntur fyrir næsta tímabili. „Maldonado og Bottas eru tveir af efnilegustu ökuþórum í heimi og það verður spennandi að fylgjast með næsta tímabili."
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira