Hector "Macho" Camacho, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, liggur lífshættulega slasaður á spítala í Púertó Ríkó eftir að hafa verið skotinn í andlitið í gær.
Camacho sat í bíl rétt fyrir utan höfuðborg landsins þegar hann og félagi hans urðu fyrir árás. Félaginn dó og Camacho liggur milli heims og helju.
Hann fékk kúluna í kjálkann og hún fór í gegnum höfuð hans og í öxlina. Ef hann lifir ef er mjög líklegt að hann verði lamaður.
Ferill Camacho var ansi skrautlegur og hann glímdi við áfengis- og fíkniefnavandamál allan sinn feril.
Lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna málsins.
Fyrrum heimsmeistari skotinn í andlitið

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn