Skagfirðingar gera fiskroð að verðmætri hátískuvöru Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2012 19:46 Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. Hver hefði til dæmis trúað því að íslenskt fiskroð væri komið utan á skó frá NIKE og Ecco, eða í handtöskur hátískufyrirtækja? Meðal viðskiptavina eru Prada, Dior, Lagerfeld, Helmut Lang og Alexander Wang. Fyrirtækið Sjávarleður á skagfirskar rætur en aðaleigendur eru fjölskylda á Dalvík ásamt hjónunum Gunnsteini Björnssyni og Sigríði Káradóttur, sem eru Skagfirðingar í húð og hár, og þau vinna bæði í fyrirtækinu. Fyrirtækið á sér 43 ára sögu en það var hópur manna undir forystu Pálma í Hagkaup og síðar einnig Eyjólfs Konráðs Jónssonar sem byggði upp sútunarverksmiðjuna Loðskinn til að verka gærur. Fyrir aldarfjórðungi hófu Skagfirðingar svo að prófa sig áfram með að verka fiskroð, - að nýta hráefni sem Íslendingar flokkuðu sem slor. Árangurinn hefur skilað sér í fyrirtæki sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þar starfa núna 35 manns og er fyrirtækið orðið með þeim stærstu á Sauðárkróki. Gjaldeyristekjurnar eru orðnar drjúgar; salan á þessu ári stefnir í 700 miljónir króna og megnið til útlanda. Fyrirtækið er tvískipt. Fiskroðin eru verkuð í nafni Sjávarleðurs en í nafni Loðskinns eru sútaðar lambagærur, hreindýra-, nautgripa- og hrossaskinn, og raunar skinn af nánast öllum íslenskum spendýrum. Meira að sega uppáhaldshestarnir og heimiliskisur enda sem skinn á vegg. Í þættinum sýndi Karl Bjarnason sútari þennan þátt en hann er elsti starfsmaðurinn. Óvenjulegasta verkefnið er þó verkun á forhúð hvala fyrir karlmannaskó. Þáttinn í heild má sjá með því að smella á myndskeiðið hér að ofan. Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. Hver hefði til dæmis trúað því að íslenskt fiskroð væri komið utan á skó frá NIKE og Ecco, eða í handtöskur hátískufyrirtækja? Meðal viðskiptavina eru Prada, Dior, Lagerfeld, Helmut Lang og Alexander Wang. Fyrirtækið Sjávarleður á skagfirskar rætur en aðaleigendur eru fjölskylda á Dalvík ásamt hjónunum Gunnsteini Björnssyni og Sigríði Káradóttur, sem eru Skagfirðingar í húð og hár, og þau vinna bæði í fyrirtækinu. Fyrirtækið á sér 43 ára sögu en það var hópur manna undir forystu Pálma í Hagkaup og síðar einnig Eyjólfs Konráðs Jónssonar sem byggði upp sútunarverksmiðjuna Loðskinn til að verka gærur. Fyrir aldarfjórðungi hófu Skagfirðingar svo að prófa sig áfram með að verka fiskroð, - að nýta hráefni sem Íslendingar flokkuðu sem slor. Árangurinn hefur skilað sér í fyrirtæki sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þar starfa núna 35 manns og er fyrirtækið orðið með þeim stærstu á Sauðárkróki. Gjaldeyristekjurnar eru orðnar drjúgar; salan á þessu ári stefnir í 700 miljónir króna og megnið til útlanda. Fyrirtækið er tvískipt. Fiskroðin eru verkuð í nafni Sjávarleðurs en í nafni Loðskinns eru sútaðar lambagærur, hreindýra-, nautgripa- og hrossaskinn, og raunar skinn af nánast öllum íslenskum spendýrum. Meira að sega uppáhaldshestarnir og heimiliskisur enda sem skinn á vegg. Í þættinum sýndi Karl Bjarnason sútari þennan þátt en hann er elsti starfsmaðurinn. Óvenjulegasta verkefnið er þó verkun á forhúð hvala fyrir karlmannaskó. Þáttinn í heild má sjá með því að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira