Hjartalæknir með reggíplötu 24. janúar 2012 13:15 Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem Svavar Knútur kom við sögu. „Ég samdi mest af þessum lögum fyrir rúmlega ári síðan. Þá kom einhver reggíalda yfir mig," segir Helgi um nýju plötuna. Hann ætlaði upphaflega að fá Hjálma til að aðstoða sig við plötuna en fékk á endanum Kristinn Snæ Agnarsson, fyrrum liðsmann Hjálma, sér til aðstoðar. Í gegnum hann fékk hann til liðs við sig góðan hóp hljóðfæraleikara og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar. „Hann ætlaði að syngja eitt eða tvö lög en svo komst hann í svo mikið stuð að hann söng hálfa plötuna. Maður stoppar hann ekki þegar hann er í stuði," segir Helgi. Eitt lag af plötunni, Stöndum saman, hefur verið spilaði í útvarpinu en texti Helga fjallar um eftirköst bankahrunsins. Hlusta má á lagið hér fyrir ofan. Helgi starfaði sem hjartalæknir í 25 ár í Bandaríkjunum en er núna fluttur heim. „Ég ákvað að taka mér gott frí og gera það sem ég hef gaman af. Tónlistin hefur hjálpað mér að slaka á á kvöldin," segir hann. Eftir að hafa fengið sér upptökutæki fyrir nokkrum árum hefur hann staðið í ströngu við lagasmíðar og er einmitt með þriðju plötuna í undirbúningi þar sem blúsinn verður í fyrirrúmi. -fb Lífið Tónlist Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem Svavar Knútur kom við sögu. „Ég samdi mest af þessum lögum fyrir rúmlega ári síðan. Þá kom einhver reggíalda yfir mig," segir Helgi um nýju plötuna. Hann ætlaði upphaflega að fá Hjálma til að aðstoða sig við plötuna en fékk á endanum Kristinn Snæ Agnarsson, fyrrum liðsmann Hjálma, sér til aðstoðar. Í gegnum hann fékk hann til liðs við sig góðan hóp hljóðfæraleikara og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar. „Hann ætlaði að syngja eitt eða tvö lög en svo komst hann í svo mikið stuð að hann söng hálfa plötuna. Maður stoppar hann ekki þegar hann er í stuði," segir Helgi. Eitt lag af plötunni, Stöndum saman, hefur verið spilaði í útvarpinu en texti Helga fjallar um eftirköst bankahrunsins. Hlusta má á lagið hér fyrir ofan. Helgi starfaði sem hjartalæknir í 25 ár í Bandaríkjunum en er núna fluttur heim. „Ég ákvað að taka mér gott frí og gera það sem ég hef gaman af. Tónlistin hefur hjálpað mér að slaka á á kvöldin," segir hann. Eftir að hafa fengið sér upptökutæki fyrir nokkrum árum hefur hann staðið í ströngu við lagasmíðar og er einmitt með þriðju plötuna í undirbúningi þar sem blúsinn verður í fyrirrúmi. -fb
Lífið Tónlist Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira