Þagnarmúrinn rofinn Ólína Þorvarðardóttir skrifar 16. mars 2012 06:00 Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýsingagjöf hefur ekki verið innleidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíðmengun frá nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingarstöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitneskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfisyfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýsingaskort, enda hafði almenningi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkursamsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkjubæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díoxíðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að foreldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reyndust stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunarmörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburðir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-mengaðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgangast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upplýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upplýsinga. Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstraraðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórnsýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýsingagjöf hefur ekki verið innleidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíðmengun frá nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingarstöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitneskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfisyfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýsingaskort, enda hafði almenningi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkursamsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkjubæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díoxíðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að foreldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reyndust stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunarmörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburðir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-mengaðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgangast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upplýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upplýsinga. Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstraraðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórnsýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar