Gullhafi helgarinnar gerir mynsturforrit fyrir iPad 12. júní 2012 09:00 Siggi er þekktur fyrir einstakar teikningar sínar og í næsta mánuði kemur út forrit með 150 slíkum myndum, þar á meðal eftirfarandi mynd, sem notendur geta búið til nýtt mynstur úr. „Þetta er fyrir almenning sem leiðist í ipad-num eða iphone-inum sínum," segir grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem vinnur að fyrsta forritinu sínu ásamt forritaranum og æskuvini sínum Hjalta Jakobssyni. Von er á forritinu um miðjan næsta mánuðinn. „Það má segja að notendur skapi myndir eða mynstur eftir mig sem ég hef ekki búið til," segir Siggi en forritið hefur að geyma 150 myndir eftir hann og blanda handhafar forritsins þeim saman svo úr verður ný mynd. "Þetta er svona mynsturmaskína". Siggi er með mörg járn í eldinum þessa dagana því ásamt þróun forritsins er hann að teikna tíu myndir af áhrifamiklu fólki í tækniiðnaðinum fyrir virta tímaritið Newsweek. „Þetta er fyrir grein um hundrað áhrifamesta fólkið í tækniiðnaðinum og ég er að teikna topp tíu," segir Siggi og bætir við: "Þetta var bara óvænt verkefni. Ég teikna mikið fyrir tímarit og hef sem dæmi unnið fyrir Wallpaper og gerði forsíðuna á Village Voice í byrjun febrúar." Á sama tíma er hann með kynningarefni fyrir Playstation í vinnslu og plötuumslag fyrir þýska raftónlistar plötuútgáfufyrirtækið Bplitch Control. Þessi alþjóðlegu verkefni eru engin nýlunda hjá hönnuðinum sem hefur starfað sjálfstætt í Berlín frá árinu 2008 og unnið fyrir þekkt fyrirtæki á borð við Coca Cola, Nike, Nokia og Mulberry.Síðasta laugardag varð Siggi fyrstur Íslendinga til að vinna gullverðlaun á ADC*E, einni stærstu hönnunarkeppni heims. Verðlaunin voru í flokki myndskreytinga og ljósmynda og veitt fyrir herferð hans sem unnin var í sameiningu við Jónsson & Le'macks fyrir fyrirtækjasvið Landsbankans. Alls var valið úr 971 verkum frá 23 Evrópulöndum og 29 þeirra hlutu gullverðlaun. Tvenn silfurverðlaun féllu í skaut Íslendinga. Það voru meðlimir LetterPress, þær Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir, sem hlutu viðurkenningu í flokki grafískrar hönnunar fyrir kynningarefnið Bland í búnti. Að sama skapi var hópurinn RVK Design Lab verðlaunaður í flokki annars konar hönnunar fyrir herferð sína Filmnd fyrir Reykjavík Film Festival. Verkin fá með þessu þátttökurétt í stærri hönnunarkeppni sem heitir The Cup en þátttaka fæst með viðurkenningu á einni af fjórum álfu-keppnum í hönnun. Áhugsamir geta skoðað verkefni Sigga á vefsíðu hans siggieggertsson.com. [email protected] Lífið Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
„Þetta er fyrir almenning sem leiðist í ipad-num eða iphone-inum sínum," segir grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem vinnur að fyrsta forritinu sínu ásamt forritaranum og æskuvini sínum Hjalta Jakobssyni. Von er á forritinu um miðjan næsta mánuðinn. „Það má segja að notendur skapi myndir eða mynstur eftir mig sem ég hef ekki búið til," segir Siggi en forritið hefur að geyma 150 myndir eftir hann og blanda handhafar forritsins þeim saman svo úr verður ný mynd. "Þetta er svona mynsturmaskína". Siggi er með mörg járn í eldinum þessa dagana því ásamt þróun forritsins er hann að teikna tíu myndir af áhrifamiklu fólki í tækniiðnaðinum fyrir virta tímaritið Newsweek. „Þetta er fyrir grein um hundrað áhrifamesta fólkið í tækniiðnaðinum og ég er að teikna topp tíu," segir Siggi og bætir við: "Þetta var bara óvænt verkefni. Ég teikna mikið fyrir tímarit og hef sem dæmi unnið fyrir Wallpaper og gerði forsíðuna á Village Voice í byrjun febrúar." Á sama tíma er hann með kynningarefni fyrir Playstation í vinnslu og plötuumslag fyrir þýska raftónlistar plötuútgáfufyrirtækið Bplitch Control. Þessi alþjóðlegu verkefni eru engin nýlunda hjá hönnuðinum sem hefur starfað sjálfstætt í Berlín frá árinu 2008 og unnið fyrir þekkt fyrirtæki á borð við Coca Cola, Nike, Nokia og Mulberry.Síðasta laugardag varð Siggi fyrstur Íslendinga til að vinna gullverðlaun á ADC*E, einni stærstu hönnunarkeppni heims. Verðlaunin voru í flokki myndskreytinga og ljósmynda og veitt fyrir herferð hans sem unnin var í sameiningu við Jónsson & Le'macks fyrir fyrirtækjasvið Landsbankans. Alls var valið úr 971 verkum frá 23 Evrópulöndum og 29 þeirra hlutu gullverðlaun. Tvenn silfurverðlaun féllu í skaut Íslendinga. Það voru meðlimir LetterPress, þær Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir, sem hlutu viðurkenningu í flokki grafískrar hönnunar fyrir kynningarefnið Bland í búnti. Að sama skapi var hópurinn RVK Design Lab verðlaunaður í flokki annars konar hönnunar fyrir herferð sína Filmnd fyrir Reykjavík Film Festival. Verkin fá með þessu þátttökurétt í stærri hönnunarkeppni sem heitir The Cup en þátttaka fæst með viðurkenningu á einni af fjórum álfu-keppnum í hönnun. Áhugsamir geta skoðað verkefni Sigga á vefsíðu hans siggieggertsson.com. [email protected]
Lífið Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira