Kvikmyndaþátturinn Kviksjá aftur á dagskrá í sumar 18. júní 2012 16:00 Sigríður Pétursdóttir stýrir Kviksjá í sumar en sinnir dagskrárgerð fyrir Djöflaeyjuna og Kviku frá London í haust. Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið. „Í fyrra var ég spurð í hverri viku hvort ég ætlaði ekki að sýna Stellu, hún er greinilega enn svona ofboðslega vinsæl. Benjamín dúfa er ein af mínum uppáhaldsmyndum og langt síðan hún var sýnd opinberlega. Það sama má segja um Húsið, sem er nýbúið að lagfæra og betrumbæta en Egill Eðvarðsson segir mjög skemmtilega frá gerð myndarinnar." Kviksjá verður jafnan á dagskrá á sunnudagskvöldum en þar sem þjóðhátíðardaginn ber upp næsta sunnudag verður fyrsta Kviksjá sumarsins send út á á morgun, föstudag. Þá verður sýnd Okkar eigin Osló frá 2011 og ræðir Sigríður við Reyni Lyngdal, leikstjóra myndarinnar. Á mánudagskvöldum verða svo sýndar valdar stuttmyndir sem nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa gert undanfarin ár. Þættirnir eru sem fyrr teknir upp í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna, og um dagskrárgerð sér Janus Bragi Jakobsson. Í haust vendir Sigríður síðan kvæði sínu í kross og flytur til London ásamt fjölskyldu sinni. Undanfarin ár hefur hún stýrt útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 en stýrir honum aðra hverja viku í vetur. „Ég verð með svona fróðleiksþætti en annar umsjónarmaður á móti mér sinnir því sem er að gerast í bransanum heima." Sigríður mun hins vegar einbeita sér að sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og vinna innslög í hann í Englandi. „Ég er þegar búinn að finna helling af efni til að vinna," segir hún. „Það er fullt af Íslendingum að gera hluti sem sárafáir vita af, auk þess sem menningarlífið í London er afar blómlegt, eins og flestir þekkja." - bs Lífið Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið. „Í fyrra var ég spurð í hverri viku hvort ég ætlaði ekki að sýna Stellu, hún er greinilega enn svona ofboðslega vinsæl. Benjamín dúfa er ein af mínum uppáhaldsmyndum og langt síðan hún var sýnd opinberlega. Það sama má segja um Húsið, sem er nýbúið að lagfæra og betrumbæta en Egill Eðvarðsson segir mjög skemmtilega frá gerð myndarinnar." Kviksjá verður jafnan á dagskrá á sunnudagskvöldum en þar sem þjóðhátíðardaginn ber upp næsta sunnudag verður fyrsta Kviksjá sumarsins send út á á morgun, föstudag. Þá verður sýnd Okkar eigin Osló frá 2011 og ræðir Sigríður við Reyni Lyngdal, leikstjóra myndarinnar. Á mánudagskvöldum verða svo sýndar valdar stuttmyndir sem nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa gert undanfarin ár. Þættirnir eru sem fyrr teknir upp í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna, og um dagskrárgerð sér Janus Bragi Jakobsson. Í haust vendir Sigríður síðan kvæði sínu í kross og flytur til London ásamt fjölskyldu sinni. Undanfarin ár hefur hún stýrt útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 en stýrir honum aðra hverja viku í vetur. „Ég verð með svona fróðleiksþætti en annar umsjónarmaður á móti mér sinnir því sem er að gerast í bransanum heima." Sigríður mun hins vegar einbeita sér að sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og vinna innslög í hann í Englandi. „Ég er þegar búinn að finna helling af efni til að vinna," segir hún. „Það er fullt af Íslendingum að gera hluti sem sárafáir vita af, auk þess sem menningarlífið í London er afar blómlegt, eins og flestir þekkja." - bs
Lífið Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira