Áhrif frá klúbbatónlist 30. ágúst 2012 16:00 the xx Frá vinstri: Jamie Smith, Romy Madley Croft og Oliver Sim.nordicphotos/Getty Önnur plata ensku poppsveitarinnar The xx kemur út 10. september. Eftirvæntingarnar eru miklar enda hlaut frumburðurinn mjög góðar undirtektir. Þrjú ár eru liðin síðan enska poppsveitin The xx sló í gegn með lágstemmdum en grípandi frumburði sínum. Hann lenti ofarlega á mörgum árslistum það árið, þar á meðal í níunda sæti hjá Rolling Stone og öðru hér á Fréttablaðinu. Árið eftir hlaut The xx hin virtu Mercury-tónlistarverðlaun í Bretlandi fyrir plötuna. Eftirvæntingin eftir nýju efni frá The xx er því mikil og verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig viðbrögðin við Coexist verða. Til að fylgja eftir síðustu plötu ferðaðist The xx til Bandaríkjanna, Japans, Ástralíu og um Evrópu og spilaði við góðar undirtektir. Meðlimirnir, þau Romy Madley Croft, Oliver Sim og Jamie Smith, sáu varla heimili sín allt árið 2010. Þegar þau sneru aftur endurnýjuðu þau kynnin við fjölskyldur og vini sína og reyndu að ná áttum. Smith var mest áberandi meðlimur The xx á síðasta ári. Hann spilaði víða sem plötusnúður og þróaði sig áfram sem upptökustjóri. Hann endurhljóðblandaði lag Adele, Rolling in the Deep, og endurhljóðblandaði plötu bandaríska tónlistarmannsins Gil Scott Heron, I"m New Here, og kallaði hana We"re New Here. Einnig gaf hann út sína fyrstu sólósmáskífu, Far Nearer, og var upptökustjóri í lagi rapparans Drake, Take Care. Að þessari vinnutörn lokinni hófust upptökur á nýju plötunni, Coexist. Hún er að sögn Smith undir áhrifum frá klúbbasenunni sem hljómsveitin missti af á sínum tíma, auk þess sem áhrif frá nýbylgjutónlist, Bristol-hljóminum í kringum 1995 og r&b eru enn fyrir hendi. „Hugmyndin sem ég var með í kollinum þegar við byrjuðum að semja plötuna var ekki rétt því ég var búinn að semja tónlist fyrir Drake, sjálfan mig og annað fólk, og hafði gleymt hvernig var að vinna með hinum tveimur í hljómsveitinni. Það er allt öðruvísi vegna þess að við erum svo náin," sagði Smith um Coexist. „Að vinna saman sem fullorðnir einstaklingar var mjög krefjandi. Það hafði mest áhrif á gerð plötunnar. Við þurftum að finna jafnvægi." [email protected] Lífið Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Önnur plata ensku poppsveitarinnar The xx kemur út 10. september. Eftirvæntingarnar eru miklar enda hlaut frumburðurinn mjög góðar undirtektir. Þrjú ár eru liðin síðan enska poppsveitin The xx sló í gegn með lágstemmdum en grípandi frumburði sínum. Hann lenti ofarlega á mörgum árslistum það árið, þar á meðal í níunda sæti hjá Rolling Stone og öðru hér á Fréttablaðinu. Árið eftir hlaut The xx hin virtu Mercury-tónlistarverðlaun í Bretlandi fyrir plötuna. Eftirvæntingin eftir nýju efni frá The xx er því mikil og verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig viðbrögðin við Coexist verða. Til að fylgja eftir síðustu plötu ferðaðist The xx til Bandaríkjanna, Japans, Ástralíu og um Evrópu og spilaði við góðar undirtektir. Meðlimirnir, þau Romy Madley Croft, Oliver Sim og Jamie Smith, sáu varla heimili sín allt árið 2010. Þegar þau sneru aftur endurnýjuðu þau kynnin við fjölskyldur og vini sína og reyndu að ná áttum. Smith var mest áberandi meðlimur The xx á síðasta ári. Hann spilaði víða sem plötusnúður og þróaði sig áfram sem upptökustjóri. Hann endurhljóðblandaði lag Adele, Rolling in the Deep, og endurhljóðblandaði plötu bandaríska tónlistarmannsins Gil Scott Heron, I"m New Here, og kallaði hana We"re New Here. Einnig gaf hann út sína fyrstu sólósmáskífu, Far Nearer, og var upptökustjóri í lagi rapparans Drake, Take Care. Að þessari vinnutörn lokinni hófust upptökur á nýju plötunni, Coexist. Hún er að sögn Smith undir áhrifum frá klúbbasenunni sem hljómsveitin missti af á sínum tíma, auk þess sem áhrif frá nýbylgjutónlist, Bristol-hljóminum í kringum 1995 og r&b eru enn fyrir hendi. „Hugmyndin sem ég var með í kollinum þegar við byrjuðum að semja plötuna var ekki rétt því ég var búinn að semja tónlist fyrir Drake, sjálfan mig og annað fólk, og hafði gleymt hvernig var að vinna með hinum tveimur í hljómsveitinni. Það er allt öðruvísi vegna þess að við erum svo náin," sagði Smith um Coexist. „Að vinna saman sem fullorðnir einstaklingar var mjög krefjandi. Það hafði mest áhrif á gerð plötunnar. Við þurftum að finna jafnvægi." [email protected]
Lífið Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira