Stóll frá afa og ömmu í öndvegi á heimilinu [email protected] skrifar 20. nóvember 2012 06:00 sagnfræðingurinn "Sem betur fer áttar fólk sig fljótlega á því að þó að könnunin taki smá tíma er svona upprifjun skemmtileg,” segir dr. Sigurður Gylfi.fréttablaðið/gva „Mig langar að varpa ljósi á ýmsa þætti í hversdagslífi fólks á síðustu öld, til dæmis hvaða munir voru fólki kærir og eftirminnilegir á uppvaxtarheimilinu. Líka hvort eitthvað af þeim hlutum hafi fylgt fólki inn í samtímann," segir dr. Sigurður Gylfi um rannsókn sína á samspili efnis og tilfinningalífs fólks. Spurningalistar sem Þjóðminjasafnið hefur sent út nýlega undir yfirskriftinni Híbýli, húsbúnaður og hversdagslíf eru eitt af því sem hann notar við þá rannsókn. „Við erum að fá fólk til að lýsa æskuheimili sínu í almennum orðum, jafnvel rissa það upp og færa inn húsgögn og helstu kennileiti í íbúðinni. Spurt er um ýmis heimilisáhöld, til dæmis í eldhúsi, og um salerni. Það hljómar kannski undarlega fyrir nútímamanninn að spá í það hvort rennandi vatn hafi verið í húsinu, en það var ekki alveg borðleggjandi á fyrri hluta 20. aldar. Svo er óskað eftir því í síðasta hlutanum að fólk búi til ímyndaðan dag í lífi fjölskyldunnar á æskuheimilinu þar sem lýst er bæði vinnu og tómstundum, sem sagt hversdagslegum athöfnum fólks." Hóparnir sem fá spurningalistana eru fastir heimildarmenn þjóðháttadeildar sem eru 240 talsins, að sögn Sigurðar Gylfa. „Síðan sendum við 300 manns yfir sjötugu og 300 manns á aldrinum 50-55 ára, sem valdir eru með slembiúrtaki, svona lista. Þótt þetta séu viðmiðunarhóparnir bjóðum við öllum sem vilja, á hvaða aldri sem er, að taka þátt. Fólk getur sótt sér spurningalista inn á heimasíðu Þjóðminjasafnsins," tekur hann fram. Listinn er þrjár síður með spurningum, að sögn Sigurðar Gylfa, sem á von á góðum heimtum. „Sem betur fer áttar fólk sig fljótlega á því að þó að könnunin taki smá tíma er svona upprifjun skemmtileg," segir hann og er sannfærður um að hlutir sem gengið hafi mann fram af manni skipti máli. „Við þekkjum það að stóll frá afa og ömmu er hafður í öndvegi á heimilum í dag því nútímafólk er farið að sækjast eftir gripum úr fortíðinni." Fréttir Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mig langar að varpa ljósi á ýmsa þætti í hversdagslífi fólks á síðustu öld, til dæmis hvaða munir voru fólki kærir og eftirminnilegir á uppvaxtarheimilinu. Líka hvort eitthvað af þeim hlutum hafi fylgt fólki inn í samtímann," segir dr. Sigurður Gylfi um rannsókn sína á samspili efnis og tilfinningalífs fólks. Spurningalistar sem Þjóðminjasafnið hefur sent út nýlega undir yfirskriftinni Híbýli, húsbúnaður og hversdagslíf eru eitt af því sem hann notar við þá rannsókn. „Við erum að fá fólk til að lýsa æskuheimili sínu í almennum orðum, jafnvel rissa það upp og færa inn húsgögn og helstu kennileiti í íbúðinni. Spurt er um ýmis heimilisáhöld, til dæmis í eldhúsi, og um salerni. Það hljómar kannski undarlega fyrir nútímamanninn að spá í það hvort rennandi vatn hafi verið í húsinu, en það var ekki alveg borðleggjandi á fyrri hluta 20. aldar. Svo er óskað eftir því í síðasta hlutanum að fólk búi til ímyndaðan dag í lífi fjölskyldunnar á æskuheimilinu þar sem lýst er bæði vinnu og tómstundum, sem sagt hversdagslegum athöfnum fólks." Hóparnir sem fá spurningalistana eru fastir heimildarmenn þjóðháttadeildar sem eru 240 talsins, að sögn Sigurðar Gylfa. „Síðan sendum við 300 manns yfir sjötugu og 300 manns á aldrinum 50-55 ára, sem valdir eru með slembiúrtaki, svona lista. Þótt þetta séu viðmiðunarhóparnir bjóðum við öllum sem vilja, á hvaða aldri sem er, að taka þátt. Fólk getur sótt sér spurningalista inn á heimasíðu Þjóðminjasafnsins," tekur hann fram. Listinn er þrjár síður með spurningum, að sögn Sigurðar Gylfa, sem á von á góðum heimtum. „Sem betur fer áttar fólk sig fljótlega á því að þó að könnunin taki smá tíma er svona upprifjun skemmtileg," segir hann og er sannfærður um að hlutir sem gengið hafi mann fram af manni skipti máli. „Við þekkjum það að stóll frá afa og ömmu er hafður í öndvegi á heimilum í dag því nútímafólk er farið að sækjast eftir gripum úr fortíðinni."
Fréttir Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira