Gefur út nótnabók í stað venjulegrar plötu 22. nóvember 2012 13:00 undarleg útgáfa Tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út plötuna, eða öllu heldur nótnabókina Song Reader.nordicphotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út plötuna Song Reader. Þetta er samt engin venjuleg plata því hún hefur aðeins að geyma nótur á blöðum og eiga þeir sem lesa þær að sjá sjálfir um tónlistarflutninginn. Beck fékk hugmyndina að þessu skrítna verkefni um miðjan tíunda áratuginn þegar hann fékk sent til sín nótnablað þar sem hægt var að bæta píanó- og gítarspili við lögin. Nokkrum árum síðar heyrði hann söguna á bak við lagið Sweet Leilani sem Bing Crosby gaf út árið 1937. Lagið varð svo vinsælt að nótnablaðið með laginu seldist í 54 milljónum eintaka. Í grein sem Beck skrifaði um „plötuna" sína í The New Yorker sagði hann að í þá daga hefði verið svo algengt að lög væru spiluð heima fyrir að næstum hálf bandaríska þjóðin hefði keypt nótnablað með aðeins þessu eina lagi. Hann heillaðist af þessum gamla tíma og hugsunarhætti og árið 2004 hóf hann að undirbúa verkefnið fyrir alvöru. Song Reader er 108 blaðsíðna löng nótnabók með myndum og er hans ellefta plata á ferlinum ef það má kalla hana það. Eins og gefur að skilja kemur hún ekki út á geisladiski, vínyl eða á MP3. „Þessi lög, þar á meðal tvö sem eru ósungin, eru mjög spennandi eins og búast mátti við af höfundinum," sagði útgefandinn Faber and Faber. „En ef þú vilt heyra Do We? We Do, eða Don"t Act Like Your Heart Isn"t Hard, verður þú sjálfur, lesandinn, að sjá til þess." Hægt er að hlusta á ýmsa spreyta sig á tónlistinni á vefsíðunni Songreader.net. Beck hefur sjálfur tekið upp prufuútgáfur af lögunum en býst ekki við því að gefa þær út. Aðdáendur Beck sem kunna ekki að lesa nótur og hafa engan áhuga á að spila lögin hans sjálfir geta glaðst yfir því að hann er með aðra plötu í undirbúningi sem verður gefin út á hefðbundinn hátt. Í viðtali við ástralska útvarpsstöð sagðist hann hafa tekið hana að mestu upp 2008 og er að reyna að taka sér pásu frá störfum sínum sem upptökustjóri til að ljúka við hana. [email protected] Lífið Tónlist Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út plötuna Song Reader. Þetta er samt engin venjuleg plata því hún hefur aðeins að geyma nótur á blöðum og eiga þeir sem lesa þær að sjá sjálfir um tónlistarflutninginn. Beck fékk hugmyndina að þessu skrítna verkefni um miðjan tíunda áratuginn þegar hann fékk sent til sín nótnablað þar sem hægt var að bæta píanó- og gítarspili við lögin. Nokkrum árum síðar heyrði hann söguna á bak við lagið Sweet Leilani sem Bing Crosby gaf út árið 1937. Lagið varð svo vinsælt að nótnablaðið með laginu seldist í 54 milljónum eintaka. Í grein sem Beck skrifaði um „plötuna" sína í The New Yorker sagði hann að í þá daga hefði verið svo algengt að lög væru spiluð heima fyrir að næstum hálf bandaríska þjóðin hefði keypt nótnablað með aðeins þessu eina lagi. Hann heillaðist af þessum gamla tíma og hugsunarhætti og árið 2004 hóf hann að undirbúa verkefnið fyrir alvöru. Song Reader er 108 blaðsíðna löng nótnabók með myndum og er hans ellefta plata á ferlinum ef það má kalla hana það. Eins og gefur að skilja kemur hún ekki út á geisladiski, vínyl eða á MP3. „Þessi lög, þar á meðal tvö sem eru ósungin, eru mjög spennandi eins og búast mátti við af höfundinum," sagði útgefandinn Faber and Faber. „En ef þú vilt heyra Do We? We Do, eða Don"t Act Like Your Heart Isn"t Hard, verður þú sjálfur, lesandinn, að sjá til þess." Hægt er að hlusta á ýmsa spreyta sig á tónlistinni á vefsíðunni Songreader.net. Beck hefur sjálfur tekið upp prufuútgáfur af lögunum en býst ekki við því að gefa þær út. Aðdáendur Beck sem kunna ekki að lesa nótur og hafa engan áhuga á að spila lögin hans sjálfir geta glaðst yfir því að hann er með aðra plötu í undirbúningi sem verður gefin út á hefðbundinn hátt. Í viðtali við ástralska útvarpsstöð sagðist hann hafa tekið hana að mestu upp 2008 og er að reyna að taka sér pásu frá störfum sínum sem upptökustjóri til að ljúka við hana. [email protected]
Lífið Tónlist Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira