Handahófskennd og heillandi 22. nóvember 2012 12:00 Sóley Stefánsdóttir Blandar saman naumhyggju og góðum melódíum, samkvæmt blaðamanni The Irish Times.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Blaðamaður dagblaðsins The Irish Times gefur nýafstaðinni tónlistarhátíð, Iceland Airwaves, fína einkunn. Tónleikar Sóleyjar í Iðnó fá mjög góða dóma. „Hún er með æðislega rödd, notar svalar „lúppur" og blandar á snilldarlegan hátt saman góðum melódíum og naumhyggju, sem minnir á Lauru Veirs," skrifaði blaðamaðurinn, sem hreifst einnig af tónleikum FM Belfast sama kvöld. „FM Belfast er ein skemmtilegasta tónleikasveit í heimi og hún sá til þess að ekki kom til greina að íslenskir tónleikagestir, sem eru vanir að setjast niður hvenær sem þeim dettur í hug, gætu gert það." Tónleikar Samaris í Hafnarhúsinu fá einnig flotta dóma. „Samaris spilaði frábæra, drungalega elektróníska tónlist, sem minnti á Bat For Lashes og Fever Ray." Loks minnist írski blaðamaðurinn á lokatónleika Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni og segir þá hafa verið fallega og epíska. „Flottur endir á tónlistarhátíð sem er yndislega handahófskennd, skrítin, skemmtileg, heillandi og frekar falleg. Þetta var Jumanji-tónleikablanda þar sem þú veist aldrei hvað gerist á næstu tónleikum. Allir sem ég talaði við sögðu að um leið og þú hefðir heimsótt Ísland vildir þú snúa þangað aftur. Þeir höfðu rétt fyrir sér." - fb Lífið Tónlist Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Blaðamaður dagblaðsins The Irish Times gefur nýafstaðinni tónlistarhátíð, Iceland Airwaves, fína einkunn. Tónleikar Sóleyjar í Iðnó fá mjög góða dóma. „Hún er með æðislega rödd, notar svalar „lúppur" og blandar á snilldarlegan hátt saman góðum melódíum og naumhyggju, sem minnir á Lauru Veirs," skrifaði blaðamaðurinn, sem hreifst einnig af tónleikum FM Belfast sama kvöld. „FM Belfast er ein skemmtilegasta tónleikasveit í heimi og hún sá til þess að ekki kom til greina að íslenskir tónleikagestir, sem eru vanir að setjast niður hvenær sem þeim dettur í hug, gætu gert það." Tónleikar Samaris í Hafnarhúsinu fá einnig flotta dóma. „Samaris spilaði frábæra, drungalega elektróníska tónlist, sem minnti á Bat For Lashes og Fever Ray." Loks minnist írski blaðamaðurinn á lokatónleika Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni og segir þá hafa verið fallega og epíska. „Flottur endir á tónlistarhátíð sem er yndislega handahófskennd, skrítin, skemmtileg, heillandi og frekar falleg. Þetta var Jumanji-tónleikablanda þar sem þú veist aldrei hvað gerist á næstu tónleikum. Allir sem ég talaði við sögðu að um leið og þú hefðir heimsótt Ísland vildir þú snúa þangað aftur. Þeir höfðu rétt fyrir sér." - fb
Lífið Tónlist Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira