Martröð fræga fólksins 18. desember 2012 06:00 Justin Bieber Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum. Til allrar hamingju komst lögreglan á snoðir um glæpinn fyrirhugaða og handtók tvo þeirra, en sá þriðji, Dana Martin, hafði skipulagt morðið handan veggja fangelsis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikir menn eða konur reyna að ráða fólki í skemmtanabransanum bana, og því miður hefur sumum meira að segja tekist ætlunarverkið. Frægast er líklegast morðið á John Lennon, en hann var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember 1980. Morðinginn, Mark David Chapman, hafði haft fyrrum Bítilinn á heilanum um nokkuð skeið, og lét til skarar skríða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lennon gaf honum eiginhandaráritun. Annar Bítill varð fyrir lífshættulegri árás nærri tveimur áratugum síðar, en þann 30. desember 1999 réðist óður hnífamaður á George Harrison, og stakk hann meira en 40 sinnum í höfuð og búk. Harrison var heppnari en Lennon, og lifði árásina af, en vinir hans og fjölskylda vitna um það að árásin hafi breytt honum mikið. Árásarmaðurinn, Michael Abram, var ósakhæfur vegna geðrænna vandamála, en var vistaður á geðsjúkrahúsi í eitt og hálft ár eftir árásina. Árið 1981 komst hinn 25 ára gamli John Hinckley, Jr í heimsfréttirnar þegar hann reyndi að ráða forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, af dögum. Reagan hafði reyndar ekki starfað innan skemmtanabransans í dágóðan tíma, en Hinckley var haldinn sjúklegri þráhyggju fyrir ungstirninu Jodie Foster. Hann hafði sent henni nokkur ástarbréf en fékk ekki þau viðbrögð sem hann óskaði eftir. Hann taldi banatilræði á hendur forsetanum hans einu leið til þess að láta leikkonuna taka eftir sér. Reagan lifði tilræðið af, þrátt fyrir að hafa fengið byssukúlu í bringuna, en Hinckley var vistaður á stofnun, þar sem hann er enn. Gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Pantera, „Dimebag" Darrell Abbott, var skotinn til bana þann 8. desember 2004, þar sem hann stóð uppi á sviði ásamt hljómsveit sinni Damageplan. Árásarmaðurinn, Nathan Gale, var með Darrell á heilanum, og kenndi honum um upplausn Pantera, en hann var mikill aðdáandi. Þrír aðrir týndu lífi í árásinni, að ótöldum Gale sjálfum, en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Tveir menn voru handteknir í fyrra, þeir Junior Bradshaw og Kevin Liverpool, grunaðir um að hafa ætlað að ræna bresku söngkonunni Joss Stone og myrða hana. Í fórum þeirra fannst líkpoki, reipi, tvö sverð, og handskrifaðar leiðbeiningar að heimili söngkonunnar. Mennirnir bíða nú dóms. Lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum. Til allrar hamingju komst lögreglan á snoðir um glæpinn fyrirhugaða og handtók tvo þeirra, en sá þriðji, Dana Martin, hafði skipulagt morðið handan veggja fangelsis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikir menn eða konur reyna að ráða fólki í skemmtanabransanum bana, og því miður hefur sumum meira að segja tekist ætlunarverkið. Frægast er líklegast morðið á John Lennon, en hann var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember 1980. Morðinginn, Mark David Chapman, hafði haft fyrrum Bítilinn á heilanum um nokkuð skeið, og lét til skarar skríða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lennon gaf honum eiginhandaráritun. Annar Bítill varð fyrir lífshættulegri árás nærri tveimur áratugum síðar, en þann 30. desember 1999 réðist óður hnífamaður á George Harrison, og stakk hann meira en 40 sinnum í höfuð og búk. Harrison var heppnari en Lennon, og lifði árásina af, en vinir hans og fjölskylda vitna um það að árásin hafi breytt honum mikið. Árásarmaðurinn, Michael Abram, var ósakhæfur vegna geðrænna vandamála, en var vistaður á geðsjúkrahúsi í eitt og hálft ár eftir árásina. Árið 1981 komst hinn 25 ára gamli John Hinckley, Jr í heimsfréttirnar þegar hann reyndi að ráða forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, af dögum. Reagan hafði reyndar ekki starfað innan skemmtanabransans í dágóðan tíma, en Hinckley var haldinn sjúklegri þráhyggju fyrir ungstirninu Jodie Foster. Hann hafði sent henni nokkur ástarbréf en fékk ekki þau viðbrögð sem hann óskaði eftir. Hann taldi banatilræði á hendur forsetanum hans einu leið til þess að láta leikkonuna taka eftir sér. Reagan lifði tilræðið af, þrátt fyrir að hafa fengið byssukúlu í bringuna, en Hinckley var vistaður á stofnun, þar sem hann er enn. Gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Pantera, „Dimebag" Darrell Abbott, var skotinn til bana þann 8. desember 2004, þar sem hann stóð uppi á sviði ásamt hljómsveit sinni Damageplan. Árásarmaðurinn, Nathan Gale, var með Darrell á heilanum, og kenndi honum um upplausn Pantera, en hann var mikill aðdáandi. Þrír aðrir týndu lífi í árásinni, að ótöldum Gale sjálfum, en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Tveir menn voru handteknir í fyrra, þeir Junior Bradshaw og Kevin Liverpool, grunaðir um að hafa ætlað að ræna bresku söngkonunni Joss Stone og myrða hana. Í fórum þeirra fannst líkpoki, reipi, tvö sverð, og handskrifaðar leiðbeiningar að heimili söngkonunnar. Mennirnir bíða nú dóms.
Lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira