Haukarkonur fyrstar til að vinna Keflavík - öll úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 18:22 Auður Ólafsdóttir. Mynd/Stefán Haukakonur komu mikið á óvart með því að vinna tólf stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 73-61, í 15. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu. Þrjú efstu lið deildarinnar töpuðu í fyrstu umferðinni eftir jólafrí og það var því nóg af óvæntum úrslitum í leikjum dagsins enda hafði Keflavíkurliðið unnið fjórtán fyrstu deildarleiki sína í vetur. Haukar byrjuðu leikinn mjög vel á móti Keflavík og komust í 22-14 eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurkonur náðu að vinna sig inn í leikinn og voru 48-45 yfir fyrir lokaleikhlutann. Þá fór Haukaliðið aftur í gang og tryggði sér tólf stiga sigur með því að vinna fjórða leikhlutann 28-13. Siarre Evans var með 34 stig og 14 fráköst fyrir Hauka en enginn annar leikmaður liðsins náði að brjóta tíu stiga múrinn. Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Auður Ólafsdóttir skoruðu báðar níu stig. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig auk þess að taka 10 fráköst en Keflavíkurliðið lék án hinnar 16 ára gömlu Söru Rúnar Hinriksdóttur. Það voru fleiri óvænt úrslit því Grindavík vann 67-56 sigur á KR en KR-konur voru í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn. Petrúnella Skúladóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík í þessum leik en KR-liðið var ekki með bandarískan leikmann í þessum leik. Það dugði ekki KR að þær Sigrún Ámundadóttir (20 stig og 16 fráköst) og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (13 stig og 19 fráköst) voru báðar með flottar tvennur. Fyrr í dag hafi Valur unnið Snæfell og því töpuðu þrjú efstu lið deildarinnar leikjum sínum í dag.Öll úrslitin í Dominosdeild kvenna í dag:Grindavík-KR 67-56 (15-13, 21-11, 17-16, 14-16)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 22/11 fráköst/6 stolnir, Crystal Smith 16/4 fráköst/5 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 10/10 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 7/8 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2.KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/19 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 5/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Rannveig Ólafsdóttir 2.Keflavík-Haukar 61-73 (14-22, 15-11, 19-12, 13-28)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 19/10 fráköst, Jessica Ann Jenkins 11/9 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/6 fráköst/4 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5 fráköst .Haukar: Siarre Evans 34/14 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/8 fráköst/4 varin skot.Njarðvík-Fjölnir 87-85 (17-22, 12-22, 29-20, 29-21)Njarðvík: Lele Hardy 46/18 fráköst/8 stoðsendingar, Svava Ósk Stefánsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf Sigurðardóttir 11, Ína María Einarsdóttir 9, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 29/8 fráköst/11 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 19/11 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 14/8 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 14/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/5 fráköst.Snæfell-Valur 64-81 (14-24, 18-15, 14-24, 18-18)Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/12 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 14/4 fráköst/3 varin skot, Kieraah Marlow 12/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 5/8 stoðsendingar, Silja Katrín Davíðsdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 18/19 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 16, Þórunn Bjarnadóttir 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Ragnheiður Benónísdóttir 6, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, María Björnsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Haukakonur komu mikið á óvart með því að vinna tólf stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 73-61, í 15. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu. Þrjú efstu lið deildarinnar töpuðu í fyrstu umferðinni eftir jólafrí og það var því nóg af óvæntum úrslitum í leikjum dagsins enda hafði Keflavíkurliðið unnið fjórtán fyrstu deildarleiki sína í vetur. Haukar byrjuðu leikinn mjög vel á móti Keflavík og komust í 22-14 eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurkonur náðu að vinna sig inn í leikinn og voru 48-45 yfir fyrir lokaleikhlutann. Þá fór Haukaliðið aftur í gang og tryggði sér tólf stiga sigur með því að vinna fjórða leikhlutann 28-13. Siarre Evans var með 34 stig og 14 fráköst fyrir Hauka en enginn annar leikmaður liðsins náði að brjóta tíu stiga múrinn. Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Auður Ólafsdóttir skoruðu báðar níu stig. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig auk þess að taka 10 fráköst en Keflavíkurliðið lék án hinnar 16 ára gömlu Söru Rúnar Hinriksdóttur. Það voru fleiri óvænt úrslit því Grindavík vann 67-56 sigur á KR en KR-konur voru í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn. Petrúnella Skúladóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík í þessum leik en KR-liðið var ekki með bandarískan leikmann í þessum leik. Það dugði ekki KR að þær Sigrún Ámundadóttir (20 stig og 16 fráköst) og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (13 stig og 19 fráköst) voru báðar með flottar tvennur. Fyrr í dag hafi Valur unnið Snæfell og því töpuðu þrjú efstu lið deildarinnar leikjum sínum í dag.Öll úrslitin í Dominosdeild kvenna í dag:Grindavík-KR 67-56 (15-13, 21-11, 17-16, 14-16)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 22/11 fráköst/6 stolnir, Crystal Smith 16/4 fráköst/5 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 10/10 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 7/8 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2.KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/19 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 5/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Rannveig Ólafsdóttir 2.Keflavík-Haukar 61-73 (14-22, 15-11, 19-12, 13-28)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 19/10 fráköst, Jessica Ann Jenkins 11/9 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/6 fráköst/4 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5 fráköst .Haukar: Siarre Evans 34/14 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/8 fráköst/4 varin skot.Njarðvík-Fjölnir 87-85 (17-22, 12-22, 29-20, 29-21)Njarðvík: Lele Hardy 46/18 fráköst/8 stoðsendingar, Svava Ósk Stefánsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf Sigurðardóttir 11, Ína María Einarsdóttir 9, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 29/8 fráköst/11 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 19/11 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 14/8 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 14/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/5 fráköst.Snæfell-Valur 64-81 (14-24, 18-15, 14-24, 18-18)Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/12 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 14/4 fráköst/3 varin skot, Kieraah Marlow 12/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 5/8 stoðsendingar, Silja Katrín Davíðsdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 18/19 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 16, Þórunn Bjarnadóttir 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Ragnheiður Benónísdóttir 6, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, María Björnsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira